Erlent

Gekkst undir að­gerð vegna húðkrabbameins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Biden greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í vor.
Biden greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í vor. Getty/Chip Somodevilla

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu.

Forsetinn er sagður hafa gengist undir aðgerð þar sem húðlög eru fjarlægð smám saman þar til ekkert er eftir af krabbameinsfrumum. Þannig er þess freistað að skera burtu eins lítið af húðinni og hægt er.

Þetta mun vera í að minnsta kosti annað sinn sem Biden gengst undir aðgerð til að fjarlægja húðkrabbamein en eitt slíkt var fjarlægt af bringunni á honum árið 2023, þegar hann var enn forseti.

Biden, sem er 82 ára, var greindur með blöðruhálskirtilskrabbamein í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×