Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 17:33 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira