Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 15:16 Hermenn í Los Angeles fyrr í sumar. AP/Eric Thayer Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Sjá meira
Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Sjá meira