Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 08:14 Donald Trump, forseti, segir að úrskurðurinn muni gera út af við Bandaríkin. AP/Mark Schiefelbein Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur þegar tilkynnt það verði gert. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum, eins og bent er á í frétt Washington Post. Í úrskurði þeirra, sem áhugasamir geta fundið hér, skrifa dómararnir að áðurnefnd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir vegna yfirlýsts neyðarástands. Það að beita tollum eða sköttum sé ekki þeirra. Þingið þurfi að koma að slíkum aðgerðum. Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á alla tolla Trumps en flesta. Þeirra á meðal eru hæstu tollar hans á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó. Úrskurðurinn hefur einnig áhrif á tollana frá því í apríl sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki heims. Sjá einnig: Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Tollar á stál, ál og bíla eru meðal þeirra sem halda enn velli. Þeir voru settir á eftir skoðun viðskiptaráðuneytisins, þar sem niðurstaðan var að innflutningur á þessum vörum ógnaði þjóðaröryggi. Það sama á við um tolla Trumps gegn Kína, frá fyrra kjörtímabili hans og tolla sem Joe Biden hélt í gildi, en þeir voru settir á eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Kínverjar beittu ósanngjörnum aðferðum til að bæta stöðu þarlendra fyrirtækja gegn öðrum. Segja úrskurðinn hamfarir fyrir Bandaríkin Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur höfðu lögmenn ríkisstjórnar Trumps sagt dómurunum að ef tollarnir yrðu úrskurðaðir ólöglegir myndi það setja efnahag Bandaríkjanna í mikla óvissu. Það sama ætti við viðskiptasamninga sem ríkisstjórnin hefur gert við önnur ríki á grunni þessara tolla. Vísuðu þeir meðal annars til viðskiptasamnings við Evrópusambandið, samkvæmt frétt New York Times. Sá samningur þykir halla verulega á ESB og létu ráðamenn þar verulega eftir Trump til að forðast enn hærri tolla á útflutning til Bandaríkjanna. Trump sjálfur sló á svipaða strengi í nótt. Hann sakaði dómarana um að vera pólitíska og sagði þá hafa rangt fyrir sér. Þá sagði hann að ef tollarnir yrðu felldir úr gildi yrðu það „algerar hamfarir“ fyrir Bandaríkin, samkvæmt því sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn. Hann sagði að Bandaríkin muni ekki lengur sætta sig við mikla viðskiptahalla og ósanngjarna tolla og annarskonar tálma í öðrum ríkjum, hvort sem þau eru vinveitt eða ekki, Slíkt græfi undan bandarískum framleiðendum, bændum og öðrum. „Verði þessari ákvörðun leyft að standa mun það bókstaflega gera út af við Bandaríkin.“ Hefur aðrar en verri leiðir Stjórnarskrá Bandaríkjanna gefur bandaríska þinginu heimild til að stýra sköttum og tollum í Bandaríkjunum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið þó gefið vald sitt eftir til forsetans í gegnum árin. Trump hefur nýtt það til fullnustu og lýst því yfir að völd hans á þessu sviði séu nánast alger. Trump hefur aðrar leiðir til að koma á tollum en þær eru alls ekki jafn umfangsmiklar en þær sem hann hefur beitt og myndu taka langri tíma. Þó Trump hafi skipað marga af núverandi dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna þykir sérfræðingum, samkvæmt frétt NYT, ekki líklegt að áfrýjun dómsmálaráðuneytisins muni endilega skila árangri. Lögmenn og fræðimenn, hvort sem þeir eru á hægri eða vinstri væng bandarískra stjórnmála, hafa frá upphafi verið þeirrar skoðunar að Trump hafi farið út fyrir valdsvið sitt með tollunum. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Tollar Donald Trump Bandaríkjaforseta á vörur frá Indlandi hafa tekið gildi en þeir nema 50 prósentum. Upphaflega stóð til að þeir yrðu 25 prósent en þeir voru hækkaðir vegna kaupa Indverja á olíu og vopnum frá Rússlandi. 27. ágúst 2025 06:38 Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. 3. ágúst 2025 16:00 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur þegar tilkynnt það verði gert. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum, eins og bent er á í frétt Washington Post. Í úrskurði þeirra, sem áhugasamir geta fundið hér, skrifa dómararnir að áðurnefnd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir vegna yfirlýsts neyðarástands. Það að beita tollum eða sköttum sé ekki þeirra. Þingið þurfi að koma að slíkum aðgerðum. Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á alla tolla Trumps en flesta. Þeirra á meðal eru hæstu tollar hans á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó. Úrskurðurinn hefur einnig áhrif á tollana frá því í apríl sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki heims. Sjá einnig: Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Tollar á stál, ál og bíla eru meðal þeirra sem halda enn velli. Þeir voru settir á eftir skoðun viðskiptaráðuneytisins, þar sem niðurstaðan var að innflutningur á þessum vörum ógnaði þjóðaröryggi. Það sama á við um tolla Trumps gegn Kína, frá fyrra kjörtímabili hans og tolla sem Joe Biden hélt í gildi, en þeir voru settir á eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Kínverjar beittu ósanngjörnum aðferðum til að bæta stöðu þarlendra fyrirtækja gegn öðrum. Segja úrskurðinn hamfarir fyrir Bandaríkin Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur höfðu lögmenn ríkisstjórnar Trumps sagt dómurunum að ef tollarnir yrðu úrskurðaðir ólöglegir myndi það setja efnahag Bandaríkjanna í mikla óvissu. Það sama ætti við viðskiptasamninga sem ríkisstjórnin hefur gert við önnur ríki á grunni þessara tolla. Vísuðu þeir meðal annars til viðskiptasamnings við Evrópusambandið, samkvæmt frétt New York Times. Sá samningur þykir halla verulega á ESB og létu ráðamenn þar verulega eftir Trump til að forðast enn hærri tolla á útflutning til Bandaríkjanna. Trump sjálfur sló á svipaða strengi í nótt. Hann sakaði dómarana um að vera pólitíska og sagði þá hafa rangt fyrir sér. Þá sagði hann að ef tollarnir yrðu felldir úr gildi yrðu það „algerar hamfarir“ fyrir Bandaríkin, samkvæmt því sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn. Hann sagði að Bandaríkin muni ekki lengur sætta sig við mikla viðskiptahalla og ósanngjarna tolla og annarskonar tálma í öðrum ríkjum, hvort sem þau eru vinveitt eða ekki, Slíkt græfi undan bandarískum framleiðendum, bændum og öðrum. „Verði þessari ákvörðun leyft að standa mun það bókstaflega gera út af við Bandaríkin.“ Hefur aðrar en verri leiðir Stjórnarskrá Bandaríkjanna gefur bandaríska þinginu heimild til að stýra sköttum og tollum í Bandaríkjunum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið þó gefið vald sitt eftir til forsetans í gegnum árin. Trump hefur nýtt það til fullnustu og lýst því yfir að völd hans á þessu sviði séu nánast alger. Trump hefur aðrar leiðir til að koma á tollum en þær eru alls ekki jafn umfangsmiklar en þær sem hann hefur beitt og myndu taka langri tíma. Þó Trump hafi skipað marga af núverandi dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna þykir sérfræðingum, samkvæmt frétt NYT, ekki líklegt að áfrýjun dómsmálaráðuneytisins muni endilega skila árangri. Lögmenn og fræðimenn, hvort sem þeir eru á hægri eða vinstri væng bandarískra stjórnmála, hafa frá upphafi verið þeirrar skoðunar að Trump hafi farið út fyrir valdsvið sitt með tollunum.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Tollar Donald Trump Bandaríkjaforseta á vörur frá Indlandi hafa tekið gildi en þeir nema 50 prósentum. Upphaflega stóð til að þeir yrðu 25 prósent en þeir voru hækkaðir vegna kaupa Indverja á olíu og vopnum frá Rússlandi. 27. ágúst 2025 06:38 Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. 3. ágúst 2025 16:00 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Tollar Donald Trump Bandaríkjaforseta á vörur frá Indlandi hafa tekið gildi en þeir nema 50 prósentum. Upphaflega stóð til að þeir yrðu 25 prósent en þeir voru hækkaðir vegna kaupa Indverja á olíu og vopnum frá Rússlandi. 27. ágúst 2025 06:38
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. 3. ágúst 2025 16:00
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04