„Stundum hata ég leikmenn mína“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 13:39 Það hefur gengið afleitlega hjá Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við Manchester United. Fall úr deildabikarnum í vikunni, gegn D-deildarliði Grimsby, hjálpaði svo ekki til. Getty/Mike Hewitt Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“ Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira