„Stundum hata ég leikmenn mína“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 13:39 Það hefur gengið afleitlega hjá Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við Manchester United. Fall úr deildabikarnum í vikunni, gegn D-deildarliði Grimsby, hjálpaði svo ekki til. Getty/Mike Hewitt Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira