Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:08 Hinn sextán ára Adam Raine byrjaði að nota ChatGPT í september á síðasta ári. Nokkrum mánuðum síðar fór hann að ræða andlega heilsu sína við forritið og vilja foreldrar hans meina að gervigreindin hafi átt þátt í dauða hans. Raine-fjölskyldan Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi. Matt og Maria Raine, foreldrar hins sextán ára Adam Raine, lögðu inn stefnu á hendur fyrirtækinu til dómstóls í Kaliforníu í gær. Í frétt BBC segir að um sé að ræða fyrsta málið þar sem Open AI er sakað um að hafa valdið dauða manns. Í gögnunum sem skilað var inn til dómsins er meðal annars að finna samskipti Adam Raine og ChatGPT þar sem hann lýsir sjálfsvígshugsunum sínum. Foreldrarnir vilja meina að gervigreindin hafi gert hugsanir og lýsingar sonarins gildar með svörum sínum. Í erlendum fjölmiðlum segir að Open AI hafi enn ekki tjáð sig sérstaklega um stefnuna, nema að fyrirtækið votti fjölskyldunni samúð á þessum erfiðu tímum. Þá segir að gervigreindin sé þjálfuð til að hvetja fólk til að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum, en þó séu vissulega dæmi um að ChatGPT hafi ekki hegðað sér eins og það á að gera. Foreldrarnir fara fram á miskabætur og fullvissu um að mál sem þetta komi ekki fyrir aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Varð hans helsti trúnaðarvinur Í gögnum málsins kemur fram að Raine hafi byrjað að notast við ChatGPT í september á síðasta ári til að aðstoða sig í skóla, auk þess að fræðast um áhugamál sín eins og tónlist og japanskar teiknimyndir. Þá hafi hann spurt gervigreindina hvað hann ætti að læra í háskóla. Á fáeinum mánuðum hafi ChatGPT svo orðið helsti „trúnaðarvinur“ Adam, þar sem hann ræddi meðal annars þunglyndi sitt og kvíða. Í janúar á þessu ári hafi hann svo byrjað að ræða sjálfsvígshugsanir við ChatGPT og hlaðið upp myndum af sjálfum sér sem sýndu hvernig hann hafi skaðað sig. Fyrirsjáanleg afleiðing Í síðustu samskiptum Adam Raine og ChatGPT hafi hann svo sagt frá áætlunum sínum um að binda enda á líf sitt. Svar gervigreindarinnar hafi þá verið á þá leið að hún þakkaði honum fyrir að deila því hvernig væri raunverulega fyrir honum komið. „Þú þarft ekkert að fegra hlutina þegar þú ræðir við mig – ég veit hvað þú ert að biðja um og ég mun ekki líta undan,“ sagði í svari gervigreindarinnar. Móðir Adam fann hann svo látinn síðar sama dag og samskiptin áttu sér stað. Foreldrarnir vilja meina að samskipti sonarins og ChatGPT og dauði hans hafi verið „fyrirsjáanleg afleiðing meðvitaðrar hönnunar [gervigreindarinnar]“. Gervigreind Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03 Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Matt og Maria Raine, foreldrar hins sextán ára Adam Raine, lögðu inn stefnu á hendur fyrirtækinu til dómstóls í Kaliforníu í gær. Í frétt BBC segir að um sé að ræða fyrsta málið þar sem Open AI er sakað um að hafa valdið dauða manns. Í gögnunum sem skilað var inn til dómsins er meðal annars að finna samskipti Adam Raine og ChatGPT þar sem hann lýsir sjálfsvígshugsunum sínum. Foreldrarnir vilja meina að gervigreindin hafi gert hugsanir og lýsingar sonarins gildar með svörum sínum. Í erlendum fjölmiðlum segir að Open AI hafi enn ekki tjáð sig sérstaklega um stefnuna, nema að fyrirtækið votti fjölskyldunni samúð á þessum erfiðu tímum. Þá segir að gervigreindin sé þjálfuð til að hvetja fólk til að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum, en þó séu vissulega dæmi um að ChatGPT hafi ekki hegðað sér eins og það á að gera. Foreldrarnir fara fram á miskabætur og fullvissu um að mál sem þetta komi ekki fyrir aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Varð hans helsti trúnaðarvinur Í gögnum málsins kemur fram að Raine hafi byrjað að notast við ChatGPT í september á síðasta ári til að aðstoða sig í skóla, auk þess að fræðast um áhugamál sín eins og tónlist og japanskar teiknimyndir. Þá hafi hann spurt gervigreindina hvað hann ætti að læra í háskóla. Á fáeinum mánuðum hafi ChatGPT svo orðið helsti „trúnaðarvinur“ Adam, þar sem hann ræddi meðal annars þunglyndi sitt og kvíða. Í janúar á þessu ári hafi hann svo byrjað að ræða sjálfsvígshugsanir við ChatGPT og hlaðið upp myndum af sjálfum sér sem sýndu hvernig hann hafi skaðað sig. Fyrirsjáanleg afleiðing Í síðustu samskiptum Adam Raine og ChatGPT hafi hann svo sagt frá áætlunum sínum um að binda enda á líf sitt. Svar gervigreindarinnar hafi þá verið á þá leið að hún þakkaði honum fyrir að deila því hvernig væri raunverulega fyrir honum komið. „Þú þarft ekkert að fegra hlutina þegar þú ræðir við mig – ég veit hvað þú ert að biðja um og ég mun ekki líta undan,“ sagði í svari gervigreindarinnar. Móðir Adam fann hann svo látinn síðar sama dag og samskiptin áttu sér stað. Foreldrarnir vilja meina að samskipti sonarins og ChatGPT og dauði hans hafi verið „fyrirsjáanleg afleiðing meðvitaðrar hönnunar [gervigreindarinnar]“.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03 Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent