Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 18:30 Tryggvi Hrafn skoraði gullfallegt mark í kvöld. Vísir/Diego Valur vann 4-3 sigur er liðið tók á móti AFtureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik snéru Valsmenn taflinu við. Leikurinn fór rólega af stað og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Valsmenn héldu betur í boltann, en það var þó eitthvað sem benti til þess að Mosfellingar yrðu fyrri til að skapa sér alvöru marktækifæri. Valsliðið komst hins vegar í góða stöðu á 34. mínútu eftir klaufagang í öftustu línu Aftureldingar, en skot Jónatans Inga flaug yfir. Strax í næstu sókn tóku gestirnir svo forystuna þegar Þórður Gunnar Hafþórsson kom boltanum í netið og við tóku ótrúlegar mínútur þar sem liðin skiptust á að koma sér í færi. MarkverðirnirStefán Þór Ágústsson og Jökull Andrésson þurftu báðir að taka á honum stóra sínum og Luc Kassi átti skot í stöng áður en Hrannar Snær Magnússon tvöfaldaði forystu Mosfellinga með skoti af stuttu færi á 42. mínútu. Gestirnir fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn og ljóst að Valsmenn áttu ærið verkefni fyrir höndum. Það var svo nokkuð augljóst að Túfa, þjálfari Vals, hafði sagt mjög vel valin orð við sína menn í hálfleik. Í raun var eins og allt annað lið hefði mætt til leiks í seinni hálfleik en mætti í þeim fyrri. Marius Lundemo minnkaði muninn fyrir Val strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks og tíu mínútum síðar jafnaði Aron Jóhannsson metin fyrir heimamenn. Aðeins tveimur mínútum eftir það, eða á 60. mínútu, var endurkoman svo fullkomnuð þegar Jónatan Ingi Jónsson skoraði úr þröngu færi og kom Val yfir, 3-2. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo mark leiksins á 77. mínútu þegar hann smurði boltanum upp í nærhornið með skoti beint úr aukaspyrnu og gerði lítið úr vonum Mosfellinga. Gestirnir fengu þó líflínu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Hrannar Snær fiskaði og skoraði úr vítaspyrnu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Vals sem skellir sér aftur á topp Bestu-deildar karla. Atvik leiksins Markið sem Tryggvi skoraði í kvöld var úr efstu hillu. Aukaspyrna af kannski 25 metra færi sem söng í netinu og tryggði endanlega sigur Vals. Algjört augnakonfekt til að klára þennan leik. Stjörnur og skúrkar Ef við horfum bara á fyrri hálfleikinn væri auðvelt að velja ansi marga skúrka úr liði Vals. Heimamenn snéru blaðinu hins vegar heldur betur við í seinni hálfleik og breyttust úr skúrkum í stjörnur. Tryggvi Hrafn Haraldsson var líklega fremstur meðal jafningja með mark og stoðsendingu. Hins vegar er öfugt farið að með Aftureldingu. Mosfellingar voru öflugir í fyrri hálfleik, en sáu ekki til sólar í þeim seinni. Eitthvað sem Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þarf að skoða alvarlega fyrir svefninn í kvöld. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson og hans teymi höfðu fín tök á leiknum í kvöld. Valsmenn voru nokkuð heitir í upphafi síðari hálfleiks og nældu sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, en Ívar hleypti leiknum aldrei upp í vitleysu. Þá var vítadómurinn að öllum líkindum hárréttur hjá Ívari. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir mikið rok fyrir og í upphafi leiks var vel mætt á Hlíðarenda í kvöld og áhorfendur létu vel í sér heyra. Þá er umgjörðin hjá Valsmönnum alltaf eins og best verður á kosið. Besta deild karla Valur Afturelding
Valur vann 4-3 sigur er liðið tók á móti AFtureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik snéru Valsmenn taflinu við. Leikurinn fór rólega af stað og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Valsmenn héldu betur í boltann, en það var þó eitthvað sem benti til þess að Mosfellingar yrðu fyrri til að skapa sér alvöru marktækifæri. Valsliðið komst hins vegar í góða stöðu á 34. mínútu eftir klaufagang í öftustu línu Aftureldingar, en skot Jónatans Inga flaug yfir. Strax í næstu sókn tóku gestirnir svo forystuna þegar Þórður Gunnar Hafþórsson kom boltanum í netið og við tóku ótrúlegar mínútur þar sem liðin skiptust á að koma sér í færi. MarkverðirnirStefán Þór Ágústsson og Jökull Andrésson þurftu báðir að taka á honum stóra sínum og Luc Kassi átti skot í stöng áður en Hrannar Snær Magnússon tvöfaldaði forystu Mosfellinga með skoti af stuttu færi á 42. mínútu. Gestirnir fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn og ljóst að Valsmenn áttu ærið verkefni fyrir höndum. Það var svo nokkuð augljóst að Túfa, þjálfari Vals, hafði sagt mjög vel valin orð við sína menn í hálfleik. Í raun var eins og allt annað lið hefði mætt til leiks í seinni hálfleik en mætti í þeim fyrri. Marius Lundemo minnkaði muninn fyrir Val strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks og tíu mínútum síðar jafnaði Aron Jóhannsson metin fyrir heimamenn. Aðeins tveimur mínútum eftir það, eða á 60. mínútu, var endurkoman svo fullkomnuð þegar Jónatan Ingi Jónsson skoraði úr þröngu færi og kom Val yfir, 3-2. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo mark leiksins á 77. mínútu þegar hann smurði boltanum upp í nærhornið með skoti beint úr aukaspyrnu og gerði lítið úr vonum Mosfellinga. Gestirnir fengu þó líflínu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Hrannar Snær fiskaði og skoraði úr vítaspyrnu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Vals sem skellir sér aftur á topp Bestu-deildar karla. Atvik leiksins Markið sem Tryggvi skoraði í kvöld var úr efstu hillu. Aukaspyrna af kannski 25 metra færi sem söng í netinu og tryggði endanlega sigur Vals. Algjört augnakonfekt til að klára þennan leik. Stjörnur og skúrkar Ef við horfum bara á fyrri hálfleikinn væri auðvelt að velja ansi marga skúrka úr liði Vals. Heimamenn snéru blaðinu hins vegar heldur betur við í seinni hálfleik og breyttust úr skúrkum í stjörnur. Tryggvi Hrafn Haraldsson var líklega fremstur meðal jafningja með mark og stoðsendingu. Hins vegar er öfugt farið að með Aftureldingu. Mosfellingar voru öflugir í fyrri hálfleik, en sáu ekki til sólar í þeim seinni. Eitthvað sem Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þarf að skoða alvarlega fyrir svefninn í kvöld. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson og hans teymi höfðu fín tök á leiknum í kvöld. Valsmenn voru nokkuð heitir í upphafi síðari hálfleiks og nældu sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, en Ívar hleypti leiknum aldrei upp í vitleysu. Þá var vítadómurinn að öllum líkindum hárréttur hjá Ívari. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir mikið rok fyrir og í upphafi leiks var vel mætt á Hlíðarenda í kvöld og áhorfendur létu vel í sér heyra. Þá er umgjörðin hjá Valsmönnum alltaf eins og best verður á kosið.
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn