Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2025 10:10 James Comer, þingmaður Repúblikanaflokksins og formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar. AP/Mariam Zuhaib Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum. Þá vill nefndin einnig fá bók sem Epstein fékk í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur en áhrifamiklir vinir hans, þar á meðal Donald Trump forseti, eru sagðir hafa skrifað skilaboð til hans í þá bók. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta hans og aðstoðarkona, var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. 🚨I have issued a subpoena to the Epstein estate for documents & communications in its possession, custody, or control in unredacted form.Alexander Acosta, former U.S. Attorney for the Southern District of Florida, will appear for a transcribed interview on September 19. https://t.co/WIOzdBzdSG— Rep. James Comer (@RepJamesComer) August 25, 2025 Ætla að ræða við saksóknara sem gerði umdeilt samkomulag við Epstein Í yfirlýsingu frá nefndinni, sem birt var í gær, segir Comer að meðlimir hennar hafi fengið veður af því að dánarbú Epsteins eigi gögn sem gætu varpað frekara ljósi á mál hans. Hann tilkynnti einnig að Alexander Acosta, fyrrverandi saksóknari í Flórída og fyrrverandi ráðherra í fyrri ríkisstjórn Trumps, myndi mæta á fund nefndarinnar í næsta mánuði. Acosta gerði árið 2007 mjög umdeilt samkomulag við Eppstein árið 2007. Þá játaði Epstein á sig kynferðisbrot og gerði samkomulag við Acosta sem fól í sér að hann sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. 21. ágúst 2025 10:16 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. 6. ágúst 2025 08:11 Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. 2. ágúst 2025 11:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Þá vill nefndin einnig fá bók sem Epstein fékk í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur en áhrifamiklir vinir hans, þar á meðal Donald Trump forseti, eru sagðir hafa skrifað skilaboð til hans í þá bók. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta hans og aðstoðarkona, var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. 🚨I have issued a subpoena to the Epstein estate for documents & communications in its possession, custody, or control in unredacted form.Alexander Acosta, former U.S. Attorney for the Southern District of Florida, will appear for a transcribed interview on September 19. https://t.co/WIOzdBzdSG— Rep. James Comer (@RepJamesComer) August 25, 2025 Ætla að ræða við saksóknara sem gerði umdeilt samkomulag við Epstein Í yfirlýsingu frá nefndinni, sem birt var í gær, segir Comer að meðlimir hennar hafi fengið veður af því að dánarbú Epsteins eigi gögn sem gætu varpað frekara ljósi á mál hans. Hann tilkynnti einnig að Alexander Acosta, fyrrverandi saksóknari í Flórída og fyrrverandi ráðherra í fyrri ríkisstjórn Trumps, myndi mæta á fund nefndarinnar í næsta mánuði. Acosta gerði árið 2007 mjög umdeilt samkomulag við Eppstein árið 2007. Þá játaði Epstein á sig kynferðisbrot og gerði samkomulag við Acosta sem fól í sér að hann sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. 21. ágúst 2025 10:16 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. 6. ágúst 2025 08:11 Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. 2. ágúst 2025 11:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. 21. ágúst 2025 10:16
Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. 6. ágúst 2025 08:11
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. 2. ágúst 2025 11:28