Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 17:03 Arne Slot stýrir Liverpool á móti Newcastle á St James´ Park í Newcastle í kvöld. Það má búast við alvöru móttökum hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. EPA/ADAM VAUGHAN Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool. Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira