Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 12:34 Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson hrósuðu ÍBV í hástert en það var ekkert gott að segja um Val. Sýn Sport „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“ Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“
Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira