Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 12:34 Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson hrósuðu ÍBV í hástert en það var ekkert gott að segja um Val. Sýn Sport „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“ Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“
Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira