Forest gekk frá Brentford í fyrri hálf­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Wood heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili.
Chris Wood heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili. getty/Clive Mason

Chris Wood skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Brentford, 3-1, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wood skoraði tuttugu mörk þegar Forest lenti í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Ný-Sjálendingurinn kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu með góðu skoti eftir hornspyrnu.

Dan Ndoye tvöfaldaði forskotið á 42. mínútu þegar hann kastaði sér fram og skallaði fyrirgjöf Morgans Gibbs-White í netið. Þetta var fyrsti leikur Svisslendingsins fyrir Forest.

Wood skoraði svo þriðja mark heimamanna þegar tvær mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Elliot Anderson, lék á Caoimhín Kelleher og skoraði í tómt markið.

Igor Thiago minnkaði muninn fyrir Brentford með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira