„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. ágúst 2025 21:04 Sér engar framfarir milli leikja. Vísir/Diego Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira