Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Árni Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2025 17:17 Úr leik hjá Stjörnunni. Vísir/Viktor Stjörnukonur lögðu Tindastól af velli með sannfærandi hætti í Bestu deild kvenna í dag. Stjarnan var betri aðilinn nánast allan tímann og Stólarnir áttu í stökustu vandræðum með að skapa sér færi. Niðurstaðan 3-0 og Stjarnan hoppar upp í 6. sæti. Leikur dagsins byrjaði í miklu jafnvægi og voru bæði lið í hinum klassísku þreifingum á hvoru öðru. Tindastóll reyndi að vera beinskeyttar upp miðjuna til að finna Makala Woods og Stjörnukonur sáu færi á því að sækja upp hægra megin þar sem mikið pláss skapaðist oft og tíðum. Fá færi sköpuðust en þau voru fleiri frá Stólunum og besta færi fyrri hálfleiksins var þegar Makala Woods skaut í stöngina á 19. mínútu. Vera Varis hinsvegar náði að grípa boltann áður en frákastið skapaði vesen. Staðan 0-0 í hálfleik og fátt um fína drætti í raun og veru. Stjörnukonur voru fljótar að taka völdin í leiknum í seinni hálfleik. Stólarni náðu alls engum takti í sinn leik og einangraðist Makala Woods upp á toppnum og fékk úr litlu að moða. Það hjálpaði heldur ekki gestunum að Nicola Hauk, miðvörður, meiddist á ökkla og þurfti að fara út af en níu mínútum síðar á 60. mínútu brutu heimakonur ísinn. Þær höfðu bankað fast á hurðina en Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir náði að brjóta hana niður. Stjarnan komst upp vinstra megin þar sem Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti frábæra sendingu út í teiginn á Ingibjörg Lúciu sem kom á mikilli ferð inn í teiginn við vítateigslínuna og kláraði meistaralega með viðstöðulausu skoti í slánna og inn. Tindastóll náði ekki að eflast við mótlætið en Stjörnukonur héldu upp sama takti og taki á leiknum. Aftur urðu Stólarnir fyrir skakkaföllum þegar annar miðvörður, Katherine Pettet, meiddist og þurfti skiptingu. Það gerðis á 74. mínútu en strax tveimur mínútum seinna, þegar Stólarnir virtust enn vera að skipuleggja sig, var Úlfa Dí Krey Úlfarsdóttir búin að tvöfalda forskotið. Andrea Mist Pálsdóttir lyfti þá boltanum yfir varnarlínu gestanna á Úlfu Dís sem var komin í mjög góða stöðu sem reyndar þrengdist en Úlfa kláraði virkilega vel í nær hornið og fagnaði gríðarlega. Leikurinn byrjaði að fjara út eftir annað mark heimakvenna og voru gestirnir ólíklegir til að klóra í bakkann. Varamaðurinn Jana Sól Valdimarsdóttir fullkomnaði sigurinn með þriðja markinu og sýndi góða fótamennt þegar hún tók við boltanum í markteignum, lagði hann fyrir sig og renndi honum í netið. Lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Stjörnuna í afar sannfærandi sigri. Stjörnukonur hoppa því upp í sjötta sæti þar sem Fram tapaði stórt gegn Blikum og missir Garðbæinga fram úr sér á markatölu. Atvik leiksins Gamla klisjan segir að mörk breyti leikjum en meiðsli gera það líka. Það er hægt að leiða líkur að því að meiðsli tveggja miðvarða hjá Tindastól hafi gert þeim erfitt fyrir að verjast og Stjörnukonur gengið á lagið og tryggt sér sigurinn. Stjörnur og skúrkar Andrea Mist Pálsdóttir var frábær í dag á miðjunni og réð sýningunni. Hún var að senda sínar konur í gegn upp kantana sem skapaði uslann og mörkin sem dugðu til í dag. Tindastóll náði ekki miklum krafti eða takti í sinn leik í dag. Genevieve Crenshaw, markvörður, var framan af besti maður þeirra en fékk á sig þrjú mörk að lokum en hún gat lítið í því gert þegar fór að tínast úr varnarlínunni. Umgjörð og stemmning Fáir mættir í stúkuna í kvöld og má fara að ræða það hvort þessi tímasetning sé að hjálpa til við að fá áhorfendur á völlinn. 103 sálir létu sjá sig í kvöld og ungir stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra á köflum. Dómarinn Bríet Bragadóttir hélt um taumana og flautuna í dag og gerði afskaplega vel í sínum aðgerðum. Þetta var ekki erfiður leikur að dæma en allar hennar ákvarðanir standast skoðun og vel það. Besta deild kvenna Stjarnan Tindastóll
Stjörnukonur lögðu Tindastól af velli með sannfærandi hætti í Bestu deild kvenna í dag. Stjarnan var betri aðilinn nánast allan tímann og Stólarnir áttu í stökustu vandræðum með að skapa sér færi. Niðurstaðan 3-0 og Stjarnan hoppar upp í 6. sæti. Leikur dagsins byrjaði í miklu jafnvægi og voru bæði lið í hinum klassísku þreifingum á hvoru öðru. Tindastóll reyndi að vera beinskeyttar upp miðjuna til að finna Makala Woods og Stjörnukonur sáu færi á því að sækja upp hægra megin þar sem mikið pláss skapaðist oft og tíðum. Fá færi sköpuðust en þau voru fleiri frá Stólunum og besta færi fyrri hálfleiksins var þegar Makala Woods skaut í stöngina á 19. mínútu. Vera Varis hinsvegar náði að grípa boltann áður en frákastið skapaði vesen. Staðan 0-0 í hálfleik og fátt um fína drætti í raun og veru. Stjörnukonur voru fljótar að taka völdin í leiknum í seinni hálfleik. Stólarni náðu alls engum takti í sinn leik og einangraðist Makala Woods upp á toppnum og fékk úr litlu að moða. Það hjálpaði heldur ekki gestunum að Nicola Hauk, miðvörður, meiddist á ökkla og þurfti að fara út af en níu mínútum síðar á 60. mínútu brutu heimakonur ísinn. Þær höfðu bankað fast á hurðina en Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir náði að brjóta hana niður. Stjarnan komst upp vinstra megin þar sem Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti frábæra sendingu út í teiginn á Ingibjörg Lúciu sem kom á mikilli ferð inn í teiginn við vítateigslínuna og kláraði meistaralega með viðstöðulausu skoti í slánna og inn. Tindastóll náði ekki að eflast við mótlætið en Stjörnukonur héldu upp sama takti og taki á leiknum. Aftur urðu Stólarnir fyrir skakkaföllum þegar annar miðvörður, Katherine Pettet, meiddist og þurfti skiptingu. Það gerðis á 74. mínútu en strax tveimur mínútum seinna, þegar Stólarnir virtust enn vera að skipuleggja sig, var Úlfa Dí Krey Úlfarsdóttir búin að tvöfalda forskotið. Andrea Mist Pálsdóttir lyfti þá boltanum yfir varnarlínu gestanna á Úlfu Dís sem var komin í mjög góða stöðu sem reyndar þrengdist en Úlfa kláraði virkilega vel í nær hornið og fagnaði gríðarlega. Leikurinn byrjaði að fjara út eftir annað mark heimakvenna og voru gestirnir ólíklegir til að klóra í bakkann. Varamaðurinn Jana Sól Valdimarsdóttir fullkomnaði sigurinn með þriðja markinu og sýndi góða fótamennt þegar hún tók við boltanum í markteignum, lagði hann fyrir sig og renndi honum í netið. Lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Stjörnuna í afar sannfærandi sigri. Stjörnukonur hoppa því upp í sjötta sæti þar sem Fram tapaði stórt gegn Blikum og missir Garðbæinga fram úr sér á markatölu. Atvik leiksins Gamla klisjan segir að mörk breyti leikjum en meiðsli gera það líka. Það er hægt að leiða líkur að því að meiðsli tveggja miðvarða hjá Tindastól hafi gert þeim erfitt fyrir að verjast og Stjörnukonur gengið á lagið og tryggt sér sigurinn. Stjörnur og skúrkar Andrea Mist Pálsdóttir var frábær í dag á miðjunni og réð sýningunni. Hún var að senda sínar konur í gegn upp kantana sem skapaði uslann og mörkin sem dugðu til í dag. Tindastóll náði ekki miklum krafti eða takti í sinn leik í dag. Genevieve Crenshaw, markvörður, var framan af besti maður þeirra en fékk á sig þrjú mörk að lokum en hún gat lítið í því gert þegar fór að tínast úr varnarlínunni. Umgjörð og stemmning Fáir mættir í stúkuna í kvöld og má fara að ræða það hvort þessi tímasetning sé að hjálpa til við að fá áhorfendur á völlinn. 103 sálir létu sjá sig í kvöld og ungir stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra á köflum. Dómarinn Bríet Bragadóttir hélt um taumana og flautuna í dag og gerði afskaplega vel í sínum aðgerðum. Þetta var ekki erfiður leikur að dæma en allar hennar ákvarðanir standast skoðun og vel það.