Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Agnar Már Másson skrifar 7. ágúst 2025 17:45 Josh Shapiro, Alexandria Ocasio-Cortez, Gavin Newsom, Kamala Harris og Pete Butigieg hafa öll verið sterklega orðuð við forsetaframboð fyrir demókrata 2028. vísir/hjalti Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. Kanónur í flokknum hafa margar lagt inn fé í fjáröflunarhópa og eru þegar byrjaðar að kaupa auglýsingar á netmiðlum til að kunngjöra sig íbúum í öðrum ríkjum. Sumir eru farnir að mæta í fjölda hlaðvarpsviðtala, haldnir í ferðalög um ríkin fimmtíu og byrjaðir að gefa út bækur. Hér verða útlistaðir nokkrir demókratar sem vert er að fylgjast með í aðdraganda næstu kosninga. Kamala Harris Í síðustu viku útilokaði Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti, framboð til ríkisstjóra Kaliforníu. Í athyglisverðu viðtali við Stephen Colbert sagðist hún reyndar ætla að draga sig í hlé frá opinberum störfum eftir að hún laut í lægra haldi gegn Trump í kosningunum 2024. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Það er því ólíklegt, en ekki útilokað, að hún bjóði sig fram. Hún stóð á gati þegar Colbert spurði hverjir væru í forystu demókrata, og neitaði að nefna nöfn um hugsanlega forystumenn. Hún sagði að stjórnkerfi Bandaríkjanna væri ónýtt. En samt bendir ýmislegt til þess að hún gæti verið að undirbúa aðra kosningabaráttu. Í gær tilkynnti hún í tölvupósti til stuðningsmanna að bráðum kæmi út bókin 107 days, enn önnur bókin sem gerir upp um kosningabaráttu demókrata í fyrra. Bókin var fjármögnuð úr fjáröflunarsjóði Harris fyrir forsetakosningarnar, Harris victory fund, en Axios greinir frá því Harris reyni nú að nýta sér undirnefnd landsfundarráðs Demókrataflokksins til að selja bókina en landsfundarráðið á að sýna hlutleysi í málefnum mögulegra frambjóðenda og óljóst er hvernig það mun nálgast málið. Gavin Newsom Þrír hugsanlegir forsetaframbjóðendur héldu viðburði í Suður-Karólínu í síðasta mánuði en einmitt þar er búist við því að forval demókrata verði haldið 2028, þó ákvörðunin hafi ekki verið tekin. (AP) Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem heimsóttu fylkið í júlí en hann hefur vakið mikla athygli í sumar eftir að Trump skipaði fulltrúum innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) að handtaka fjölda útlendinga. Miklar óeirðir mynduðust í ríkinu vegna útspils Trumps en Newsom svaraði fullum hálsi. Newsom, sem hefur enn ekki lýst áhuga á framboði, hefur verið margorðaður við forsetaembættið og á viðburði sínum í Suður-Karólínu hrópuðu áheyrendur að honum „2028!“ þó að hann hafi aðeins sagst vera í heimsókn til að styrkja flokkinn fyrir þingkosningar 2026. Kosningahópur hans hefur varið 1,5 milljónum króna í auglýsingar í júní, að sögn Politico. Hann er vinsælastur í skoðanakönnunum með 17,8 prósenta fylgi að meðaltali milli ríkja, samkvæmt RacetotheWH. Gavin Newsom ríkisstjóri segir Trump setja olíu á eld mótmælanna með framgöngu sinni.Getty/Justin Sullivan Pete Buttigieg Pete Buttigieg, fyrrverandi samgönguráðherra, og fjáröflunarbatteríið hans, Win the Era, hafa safnað 1,6 milljónum dollara (196 m.kr.) það sem af er ári, að sögn Politico. Buttigieg bauð sig fram í forvali demókrata 2020 og varð fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að fara í kosningabaráttu fyrir demókrata. Hann dró sig síðar úr framboði og lýsti yfir stuðningi við Joe Biden, sem síðan vann forsetakosningarnar og tilnefndi Buttigieg sem samgönguráðherra. Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman.AP/Wilfredo Lee Buttigieg hefur síðustu mánuði mætt í fjölda hlaðvarpa, ekki ólíkt því sem Trump og hans fylgitungl gerðu í sinni kosningabaráttu. Hann er þó ekki sérlega vinsæll meðal framsækna vængs Demókrataflokksins. Samkvæmt RacetotheWH mælist hann með 7,8 prósenta fylgi. Alexandria Ocasio-Cortez Þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez hefur einnig eignast stóran stuðningsmannahóp meðal framsækinna demókrata en hún og Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata 2016, hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin síðustu mánuði. Í skoðanakönnun mælist Ocasio-Cortez í þriðja sæti meðal hugsanlegra forsetaefna demókrata með tíu prósenta fygli. Hún er afar vinsæl meðal ungs fólks enda yngsta konan til að hreppa þingsæti í sögu Bandaríkjanna. Hún hefur enn ekki útilokað framboð til forseta og ljóst er að hún yrði fulltrúi glænýrrar kynslóðar demókrata yrði hún valin. Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Bloomberg Josh Shapiro Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hefur einnig verið margorðaður við forsetaframboð en hefur ekki gert sér neinar heimsóknir í önnur ríki nýlega og hefur lítið tjáð sig um málið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Beshear og Khanna á flakki Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, hefur sjálfur viðurkennt að hann íhugi forsetaframboð en hann heimsótti einnig Suður-Karólínu í síðasta mánuði, líkt og Newsom, þar sem hann hitti verkalýðsleiðtoga og heimsótti samfélög svarts fólks í ríkinu. Hans fjáröflunarhópur varði 30 þúsund dölum í auglýsingar í netheimum í júní, samkvæmt opinberum skjölum sem Politico greinir frá. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky.Getty Ro Khanna, demókrati frá Fíladelfíu sem er í félagsskap Bernie Sanders, heimsótti einnig Suður-Karólínu í síðasta mánuði en hann hefur einnig verið orðaður við forsetaframboð. Cuomo, Pritzker eða Whitmer? Fjöldi annarra hefur verið orðaður við forsetaframboð, þar á meðal ríkisstjóri Illinois, JB Pritzker, en nýlega tilkynnti hann að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Íþróttafréttamaðurinn Stephen A. Smith hefur jafnvel sýnt því áhuga og einnig Gina Raimondo fyrrverandi viðskiptaráðherra. Andrew Cuomo hefur einnig verið orðaður við framboð en hann er nú í kosningabaráttu um borgarstjórasætið í New York þar sem hann laut í lægra haldi gegn Zohran Mamdani í forvalinu. Sumir hafa útilokað forsetaframboð, þar á meðal Tim Walz, sem var varaforsetaefni Harris, Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur einnig útilokað framboð. Meðal repúblikana hefur varaforsetinn J.D. Vance reynst langvinsælastur en einnig utanríkisráðherrann Marco Rubio. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kanónur í flokknum hafa margar lagt inn fé í fjáröflunarhópa og eru þegar byrjaðar að kaupa auglýsingar á netmiðlum til að kunngjöra sig íbúum í öðrum ríkjum. Sumir eru farnir að mæta í fjölda hlaðvarpsviðtala, haldnir í ferðalög um ríkin fimmtíu og byrjaðir að gefa út bækur. Hér verða útlistaðir nokkrir demókratar sem vert er að fylgjast með í aðdraganda næstu kosninga. Kamala Harris Í síðustu viku útilokaði Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti, framboð til ríkisstjóra Kaliforníu. Í athyglisverðu viðtali við Stephen Colbert sagðist hún reyndar ætla að draga sig í hlé frá opinberum störfum eftir að hún laut í lægra haldi gegn Trump í kosningunum 2024. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Það er því ólíklegt, en ekki útilokað, að hún bjóði sig fram. Hún stóð á gati þegar Colbert spurði hverjir væru í forystu demókrata, og neitaði að nefna nöfn um hugsanlega forystumenn. Hún sagði að stjórnkerfi Bandaríkjanna væri ónýtt. En samt bendir ýmislegt til þess að hún gæti verið að undirbúa aðra kosningabaráttu. Í gær tilkynnti hún í tölvupósti til stuðningsmanna að bráðum kæmi út bókin 107 days, enn önnur bókin sem gerir upp um kosningabaráttu demókrata í fyrra. Bókin var fjármögnuð úr fjáröflunarsjóði Harris fyrir forsetakosningarnar, Harris victory fund, en Axios greinir frá því Harris reyni nú að nýta sér undirnefnd landsfundarráðs Demókrataflokksins til að selja bókina en landsfundarráðið á að sýna hlutleysi í málefnum mögulegra frambjóðenda og óljóst er hvernig það mun nálgast málið. Gavin Newsom Þrír hugsanlegir forsetaframbjóðendur héldu viðburði í Suður-Karólínu í síðasta mánuði en einmitt þar er búist við því að forval demókrata verði haldið 2028, þó ákvörðunin hafi ekki verið tekin. (AP) Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem heimsóttu fylkið í júlí en hann hefur vakið mikla athygli í sumar eftir að Trump skipaði fulltrúum innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) að handtaka fjölda útlendinga. Miklar óeirðir mynduðust í ríkinu vegna útspils Trumps en Newsom svaraði fullum hálsi. Newsom, sem hefur enn ekki lýst áhuga á framboði, hefur verið margorðaður við forsetaembættið og á viðburði sínum í Suður-Karólínu hrópuðu áheyrendur að honum „2028!“ þó að hann hafi aðeins sagst vera í heimsókn til að styrkja flokkinn fyrir þingkosningar 2026. Kosningahópur hans hefur varið 1,5 milljónum króna í auglýsingar í júní, að sögn Politico. Hann er vinsælastur í skoðanakönnunum með 17,8 prósenta fylgi að meðaltali milli ríkja, samkvæmt RacetotheWH. Gavin Newsom ríkisstjóri segir Trump setja olíu á eld mótmælanna með framgöngu sinni.Getty/Justin Sullivan Pete Buttigieg Pete Buttigieg, fyrrverandi samgönguráðherra, og fjáröflunarbatteríið hans, Win the Era, hafa safnað 1,6 milljónum dollara (196 m.kr.) það sem af er ári, að sögn Politico. Buttigieg bauð sig fram í forvali demókrata 2020 og varð fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að fara í kosningabaráttu fyrir demókrata. Hann dró sig síðar úr framboði og lýsti yfir stuðningi við Joe Biden, sem síðan vann forsetakosningarnar og tilnefndi Buttigieg sem samgönguráðherra. Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman.AP/Wilfredo Lee Buttigieg hefur síðustu mánuði mætt í fjölda hlaðvarpa, ekki ólíkt því sem Trump og hans fylgitungl gerðu í sinni kosningabaráttu. Hann er þó ekki sérlega vinsæll meðal framsækna vængs Demókrataflokksins. Samkvæmt RacetotheWH mælist hann með 7,8 prósenta fylgi. Alexandria Ocasio-Cortez Þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez hefur einnig eignast stóran stuðningsmannahóp meðal framsækinna demókrata en hún og Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata 2016, hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin síðustu mánuði. Í skoðanakönnun mælist Ocasio-Cortez í þriðja sæti meðal hugsanlegra forsetaefna demókrata með tíu prósenta fygli. Hún er afar vinsæl meðal ungs fólks enda yngsta konan til að hreppa þingsæti í sögu Bandaríkjanna. Hún hefur enn ekki útilokað framboð til forseta og ljóst er að hún yrði fulltrúi glænýrrar kynslóðar demókrata yrði hún valin. Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Bloomberg Josh Shapiro Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hefur einnig verið margorðaður við forsetaframboð en hefur ekki gert sér neinar heimsóknir í önnur ríki nýlega og hefur lítið tjáð sig um málið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Beshear og Khanna á flakki Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, hefur sjálfur viðurkennt að hann íhugi forsetaframboð en hann heimsótti einnig Suður-Karólínu í síðasta mánuði, líkt og Newsom, þar sem hann hitti verkalýðsleiðtoga og heimsótti samfélög svarts fólks í ríkinu. Hans fjáröflunarhópur varði 30 þúsund dölum í auglýsingar í netheimum í júní, samkvæmt opinberum skjölum sem Politico greinir frá. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky.Getty Ro Khanna, demókrati frá Fíladelfíu sem er í félagsskap Bernie Sanders, heimsótti einnig Suður-Karólínu í síðasta mánuði en hann hefur einnig verið orðaður við forsetaframboð. Cuomo, Pritzker eða Whitmer? Fjöldi annarra hefur verið orðaður við forsetaframboð, þar á meðal ríkisstjóri Illinois, JB Pritzker, en nýlega tilkynnti hann að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Íþróttafréttamaðurinn Stephen A. Smith hefur jafnvel sýnt því áhuga og einnig Gina Raimondo fyrrverandi viðskiptaráðherra. Andrew Cuomo hefur einnig verið orðaður við framboð en hann er nú í kosningabaráttu um borgarstjórasætið í New York þar sem hann laut í lægra haldi gegn Zohran Mamdani í forvalinu. Sumir hafa útilokað forsetaframboð, þar á meðal Tim Walz, sem var varaforsetaefni Harris, Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur einnig útilokað framboð. Meðal repúblikana hefur varaforsetinn J.D. Vance reynst langvinsælastur en einnig utanríkisráðherrann Marco Rubio.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira