Erlent

Yfir 400.000 til­kynningar um kyn­ferðis­of­beldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tilkynningar um kynferðisofbeldi um borð í bifreiðum á vegum Uber virðast margfalt fleiri en fyrirtækið hefur viljað viðurkenna.
Tilkynningar um kynferðisofbeldi um borð í bifreiðum á vegum Uber virðast margfalt fleiri en fyrirtækið hefur viljað viðurkenna. Getty/LightRocket/SOPA/Marek Antoni Iwanczuk

Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil.

Fyrirtækið hefur ekki birt gögn um kynferðisbrot í bifreiðum á vegum fyrirtækisins eftir 2022.

Frá þessu greinir New York Times en í frétt blaðins er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að um 75 prósent tilkynninganna hafi varðað minniháttar atvik, til dæmis kynferðislega áreitni í formi athugasemda og grófs tungumáls. 

Þá segir hann mögulegt að einhverjar þeirra séu gabb.

New York Times segir gögn sem lögð hafa verið fram í tengslum við málsóknir á hendur Uber vegna kynferðisbrota sýna að innan fyrirtækisins hafi vandamálið verið rannsakað og tilraunir gerðar með lausnir til að draga úr atvikum en þær ekki teknar í notkun. 

Fyrirtækið hafi þess í stað ákveðið að forgangsraða vexti sínum og viðskiptamódeli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×