Veður

Dá­lítil væta en fremur hlýtt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu níu til átján stig yfir daginn og verður hlýjast norðaustanlands.
Hiti á landinu verður á bilinu níu til átján stig yfir daginn og verður hlýjast norðaustanlands. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðvestlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Það mun smám saman þykkna upp og má reikna með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en skúrir á stöku stað í öðrum landshlutum.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld verði úrkomusvæðið komið austar og styttir þá upp vestanlands.

Hiti á landinu verður á bilinu níu til átján stig yfir daginn og verður hlýjast norðaustanlands.

„Hægur vindur í fyrramálið og dáliltar skúrir á víð og dreif, en suðlægari vindur með rigningu sunnantil seinnipartinn og um kvöldið. Á fimmtudag er komin smá lægð við vesturströndina og vindar því aust- eða suðaustlægir, væta í flestum landshlutum og heldur svalara,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg breytileg átt og smá skúrir, en gengur í austan og norðaustan 3-10 m/s með rigningu eða súld S-til seinnipartinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi.

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir eða dálítil rigning. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Norvesturlandi.

Á föstudag: Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast vestast og víða rigning, en rofar smám saman til sunnan heiða. Kólnar í veðri norðantil.

Á laugardag: Norðvestlæg átt og rigning með köflum, en stöku skúrir syðra og fremur milt veður.

Á sunnudag: Hægir vindar, úrkomulítið og hlýnandi veður.

Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×