„Dómur af himnum ofan“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 19:57 Halldór Árnason var ekki sáttur með leikinn í dag. Vísir / Diego Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“ Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti