„Dómur af himnum ofan“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 19:57 Halldór Árnason var ekki sáttur með leikinn í dag. Vísir / Diego Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“ Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira