„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 15:03 John Durham varði tæpum fjórum árum í að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu og aðkomu framboðs Hillary Clinton að henni en með litlum árangri. EPA/SHAWN THEW Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Þetta meinta ráðabrugg Clinton frá 2016 hefur gengið undir nafninu „Clinton áætlunin“. Ríkisstjórn Trumps svipti í gær leynd af skjölum úr rannsókn Durhams sem sýna að talið er að skjöl sem mynda grunninn að áðurnefndri kenningu hafi líklega verið búin til af rússneskum njósnurum. Skjölin voru send til leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar og birt af Chuck Grassley, formanni nefndarinnar. Trump-liðar hafa svipt hulunni af ýmsum gögnum sem tengjast Rússarannsókninni að undanförnu, að virðist með því markmiði að reyna að draga úr ólgunni á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum vegna Epstein-skjalanna svokölluðu. Sjá einnig: Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Samhliða opinberun þessara gagna hafa starfsmenn Trumps ítrekað sagt ósatt um hvað þau sýna fram á og jafnvel haldið því fram að þau sýni fram á að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafi framið landráð. Eins og fram kemur í frétt New York Times á það einnig við þessi nýjustu skjöl. John Ratcliffe, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hélt því til að mynda fram í yfirlýsingu gær að þessi nýju skjöl staðfestu að Rússarannsóknin hefði verið byggð á lygum og skipulagðri herferð gegn Donald Trump. Kash Pate, yfirmaður Alríkislögreglunnar (FBI) sem á sér langa sögu ósanninda í tengslum við Rússarannsóknina, sagði einnig að skjölin sem send voru til öldungadeildarinnar í gær sönnuðu að framboð Hillary Clinton hefði lagt á ráðin um að koma sök á Trump og Rússarannsóknin hefði verið byggð á lygum. Hið rétta er að gögnin sýna hið andstæða. Átti að rannsaka rannsóknina John Durham var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda af William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í byrjun árs 2019. Hann varði tæpum fjórum árum í að fara í saumana á Rússarannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Roberts Muellers, annars sérstaks rannsakanda. Rannsókn Duhams tók lengri tíma en Rússarannsóknin sjálf og skilaði afar litlum árangri. Um tíma rannsakaði Durham sjálfan Trump. Sjá einnig: Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Durham tókst ekki að finna vísbendingar um að lög hafi verið brotin í tengslum við Rússarannsóknina né tókst honum að finna vísbendingar um að Hillary Clinton og hennar fólk hafi komið að rannsókninni eða bendlað Trump við Rússa. Hann gaf það þó í skyn í skýrslu sem hann skrifaði um rannsókn sína. Hann lagði fram ákærur gegn tveimur mönnum og sakaði þá um að hafa sagt rannsakendum ósatt en báðir voru fljótt sýknaðir. Í lokaskýrslu sinni skrifaði Durham þó að FBI hefði ekki haft tilefni til að hefja Rússarannsóknina á sínum tíma. Ítarlega var fjallað um rannsókn Durhams á Vísi árið 2023, þegar í ljós kom að hann hafði haft Trump til rannsóknar um tíma. Ríkisstjórn Trumps opinberaði í gær viðbót við skýrslu Durhams. Sú viðbót, sem var ekki birt opinberlega á sínum tíma með skýrslu Durhams, sýnir fram á að Durham og rannsakendur hans lögðu mikið kapp á að sanna að áðurnefndir tölvupóstar væru raunverulegir. Að endanum komust þeir þó að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Fengu minnisblöð frá hollenskri leyniþjónustu Í tiltölulega stuttu máli sagt snýst málið um minnisblöð sem Bandaríkjamenn fengu frá hollenskri leyniþjónustu en þau munu hafa fundist á vefþjóni rússneskrar leyniþjónustu sem Hollendingar komust inn á. Minnisblöðin innihéldu lýsingar á tölvupóstum Bandaríkjamanna sem áttu að hafa verið fórnarlömb rússneskra tölvuþrjóta. Þar á að hafa komið fram að Hillary Clinton hafi samþykkt sérstaka herferð sem ætlað var að bendla Trump við Rússland. Þannig átti hún að vilja hylma yfir „tölvupóstamálið“ svokallaða, þar sem hún var sökuð um að notast við einkavefþjón fyrir opinbera tölvupósta sína í starfi sínu sem utanríkisráðherra á árum áður. Sjá einnig: Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Á fyrra kjörtímabilil Trumps kom í ljós að þó nokkrir starfsmenn hans gerðu hið sama. Clinton kallaði Trump-liða hræsnara af því tilefni á sínum tíma. Sá sem átti að hafa sent áðurnefndan póst um að Clinton hefði samþykkt ráðabruggið um að koma sök á Trump heitir Leonard Benardo og var varaforseti Open Society Foundations, sem er góðgerðarsjóður í eigu ungverska auðjöfursins George Soros, sem er vinsæll skotspónn samsæringa víða um heim. Benardo var einnig sagður hafa skrifað póst um að ráðgjafi Clintons hafi lagt til áætlun um að bendla Trump við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og gera grýlu úr þeim saman, með aðstoð FBI. Í einu minnisblaðinu var fjallað um meint samskipti Benardos við Debbie Wasserman, bandaríska þingkonu. Þau áttu að hafa rætt sín á milli um það að Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra í forsetatíð Baracks Obama, myndi tryggja að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton yrði kæfð. Benardo og Wasserman sögðust þó ekki þekkjast. Þau hefðu aldrei hist og aldrei sent tölvupósta sín á milli um Hillary Clinton. Clinton sagði sjálf í viðtali við rannsakendur Durhams að minnisblöðin væru þvæla og tók starfsfólk hennar undir það. Nokkrir úr hennar innsta hring lýstu minnisblöðunum sem „fáránlegum“. Fann ekki póstana á vefþjónum Minnisblöðin rússnesku innihéldu mismunandi útgáfur af minnst einum tölvupósti og Benardo þvertók fyrir að hafa sent þessa pósta. Enginn af þeim sem eiga að hafa sent umrædda tölvupósta eða tekið við þeim sögðust kannast við að hafa séð þá áður. Þá fékk Durham aðgang að nokkrum vefþjónum sem hefðu átt að innihalda tölvupósta úr minnisblöðunum en þeir fundust ekki. Þar fundust þó aðrir póstar sem innihéldu svipað orðalag og fram kom í minnsblöðunum. Í viðbótinni við skýrslu sína skrifaði Durham að líklegast væri að póstarnir úr minnisblöðunum rússnesku væru tilbúningur. Þeir hefðu líklega verið gerðir með því að sauma saman aðra tölvupósta sem rússneskir tölvuþrjótar komu höndum yfir í árásum á bandarískar hugveitur sem þykja vinstri sinnaðar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Barack Obama Erlend sakamál Tengdar fréttir Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þetta meinta ráðabrugg Clinton frá 2016 hefur gengið undir nafninu „Clinton áætlunin“. Ríkisstjórn Trumps svipti í gær leynd af skjölum úr rannsókn Durhams sem sýna að talið er að skjöl sem mynda grunninn að áðurnefndri kenningu hafi líklega verið búin til af rússneskum njósnurum. Skjölin voru send til leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar og birt af Chuck Grassley, formanni nefndarinnar. Trump-liðar hafa svipt hulunni af ýmsum gögnum sem tengjast Rússarannsókninni að undanförnu, að virðist með því markmiði að reyna að draga úr ólgunni á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum vegna Epstein-skjalanna svokölluðu. Sjá einnig: Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Samhliða opinberun þessara gagna hafa starfsmenn Trumps ítrekað sagt ósatt um hvað þau sýna fram á og jafnvel haldið því fram að þau sýni fram á að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafi framið landráð. Eins og fram kemur í frétt New York Times á það einnig við þessi nýjustu skjöl. John Ratcliffe, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hélt því til að mynda fram í yfirlýsingu gær að þessi nýju skjöl staðfestu að Rússarannsóknin hefði verið byggð á lygum og skipulagðri herferð gegn Donald Trump. Kash Pate, yfirmaður Alríkislögreglunnar (FBI) sem á sér langa sögu ósanninda í tengslum við Rússarannsóknina, sagði einnig að skjölin sem send voru til öldungadeildarinnar í gær sönnuðu að framboð Hillary Clinton hefði lagt á ráðin um að koma sök á Trump og Rússarannsóknin hefði verið byggð á lygum. Hið rétta er að gögnin sýna hið andstæða. Átti að rannsaka rannsóknina John Durham var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda af William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í byrjun árs 2019. Hann varði tæpum fjórum árum í að fara í saumana á Rússarannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Roberts Muellers, annars sérstaks rannsakanda. Rannsókn Duhams tók lengri tíma en Rússarannsóknin sjálf og skilaði afar litlum árangri. Um tíma rannsakaði Durham sjálfan Trump. Sjá einnig: Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Durham tókst ekki að finna vísbendingar um að lög hafi verið brotin í tengslum við Rússarannsóknina né tókst honum að finna vísbendingar um að Hillary Clinton og hennar fólk hafi komið að rannsókninni eða bendlað Trump við Rússa. Hann gaf það þó í skyn í skýrslu sem hann skrifaði um rannsókn sína. Hann lagði fram ákærur gegn tveimur mönnum og sakaði þá um að hafa sagt rannsakendum ósatt en báðir voru fljótt sýknaðir. Í lokaskýrslu sinni skrifaði Durham þó að FBI hefði ekki haft tilefni til að hefja Rússarannsóknina á sínum tíma. Ítarlega var fjallað um rannsókn Durhams á Vísi árið 2023, þegar í ljós kom að hann hafði haft Trump til rannsóknar um tíma. Ríkisstjórn Trumps opinberaði í gær viðbót við skýrslu Durhams. Sú viðbót, sem var ekki birt opinberlega á sínum tíma með skýrslu Durhams, sýnir fram á að Durham og rannsakendur hans lögðu mikið kapp á að sanna að áðurnefndir tölvupóstar væru raunverulegir. Að endanum komust þeir þó að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Fengu minnisblöð frá hollenskri leyniþjónustu Í tiltölulega stuttu máli sagt snýst málið um minnisblöð sem Bandaríkjamenn fengu frá hollenskri leyniþjónustu en þau munu hafa fundist á vefþjóni rússneskrar leyniþjónustu sem Hollendingar komust inn á. Minnisblöðin innihéldu lýsingar á tölvupóstum Bandaríkjamanna sem áttu að hafa verið fórnarlömb rússneskra tölvuþrjóta. Þar á að hafa komið fram að Hillary Clinton hafi samþykkt sérstaka herferð sem ætlað var að bendla Trump við Rússland. Þannig átti hún að vilja hylma yfir „tölvupóstamálið“ svokallaða, þar sem hún var sökuð um að notast við einkavefþjón fyrir opinbera tölvupósta sína í starfi sínu sem utanríkisráðherra á árum áður. Sjá einnig: Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Á fyrra kjörtímabilil Trumps kom í ljós að þó nokkrir starfsmenn hans gerðu hið sama. Clinton kallaði Trump-liða hræsnara af því tilefni á sínum tíma. Sá sem átti að hafa sent áðurnefndan póst um að Clinton hefði samþykkt ráðabruggið um að koma sök á Trump heitir Leonard Benardo og var varaforseti Open Society Foundations, sem er góðgerðarsjóður í eigu ungverska auðjöfursins George Soros, sem er vinsæll skotspónn samsæringa víða um heim. Benardo var einnig sagður hafa skrifað póst um að ráðgjafi Clintons hafi lagt til áætlun um að bendla Trump við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og gera grýlu úr þeim saman, með aðstoð FBI. Í einu minnisblaðinu var fjallað um meint samskipti Benardos við Debbie Wasserman, bandaríska þingkonu. Þau áttu að hafa rætt sín á milli um það að Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra í forsetatíð Baracks Obama, myndi tryggja að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton yrði kæfð. Benardo og Wasserman sögðust þó ekki þekkjast. Þau hefðu aldrei hist og aldrei sent tölvupósta sín á milli um Hillary Clinton. Clinton sagði sjálf í viðtali við rannsakendur Durhams að minnisblöðin væru þvæla og tók starfsfólk hennar undir það. Nokkrir úr hennar innsta hring lýstu minnisblöðunum sem „fáránlegum“. Fann ekki póstana á vefþjónum Minnisblöðin rússnesku innihéldu mismunandi útgáfur af minnst einum tölvupósti og Benardo þvertók fyrir að hafa sent þessa pósta. Enginn af þeim sem eiga að hafa sent umrædda tölvupósta eða tekið við þeim sögðust kannast við að hafa séð þá áður. Þá fékk Durham aðgang að nokkrum vefþjónum sem hefðu átt að innihalda tölvupósta úr minnisblöðunum en þeir fundust ekki. Þar fundust þó aðrir póstar sem innihéldu svipað orðalag og fram kom í minnsblöðunum. Í viðbótinni við skýrslu sína skrifaði Durham að líklegast væri að póstarnir úr minnisblöðunum rússnesku væru tilbúningur. Þeir hefðu líklega verið gerðir með því að sauma saman aðra tölvupósta sem rússneskir tölvuþrjótar komu höndum yfir í árásum á bandarískar hugveitur sem þykja vinstri sinnaðar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Barack Obama Erlend sakamál Tengdar fréttir Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03
Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15