„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 11:02 Arna Eiríksdóttir gekk til liðs við FH fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki eftir því. vísir / ívar Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar. FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar.
FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira