Íslenski boltinn

KSÍ sektar Ár­bæ um 250 þúsund krónur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Félagið vonast til að komsat hjá því að borga alla upphæðina.
Félagið vonast til að komsat hjá því að borga alla upphæðina. Árbær

Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum.

Fótbolti.net hefur sóst eftir svörum frá KSÍ. Svar sambandsins var svo hljóðandi:

„Framkvæmd leiksins var mjög ábótavant sbr. handbók um framkvæmd leikja og framkoma stuðningsmanna talin vítaverð og hættuleg. Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leikinn og úrskurðar nefndin út frá skýrslu hans.“

Eyþór Ólafsson, spilandi formaður Árbæjar, gaf lítið fyrir ástæður sektarinnar þegar hann ræddi við Fótbolti.net.

„Þetta er mesta bull sem ég hef á ævi minni séð. Leikurinn gekk fullkomlega fyrir sig. Það var einn áhorfandi með eitthvað vesen, sá áhorfandi var frá Kormáki/Hvöt og enginn inn á vellinum varð var við hann,“ sagði Eyþór meðal annars. Þá sagði hann að gæslumenn hefðu vísað áhorfandanum burt á „nanósekúndu.“

Eyþór segir jafnframt að forráðamenn félagsins mun funda með KSÍ á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Hann vonast til að myndbandsupptökur af leiknum styðji mál hans og Árbæjar.

„Ef það fer ekki í gegn þá gætum við þurft að fara lengra með þetta. Þetta er það mikil vitleysa að við munum leita réttar okkar, alveg hundrað prósent,“ sagði Eyþór að endingu við Fótbolti.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×