Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2025 18:36 Það fer tvennum sögum um hvort tollarnir hafi verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar. Vilhelm/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“ Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“
Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18