Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 08:32 Áhöfnin með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka yfir skútuna. Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34