Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 08:32 Áhöfnin með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka yfir skútuna. Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34