Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 08:32 Áhöfnin með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka yfir skútuna. Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34