Reyna aftur að sigla til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 14:44 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen þegar Ísraelsher stöðvaði för þeirra. Nú reyna þau aftur að komast til Gasa. Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. „Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira