Veður

Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hlýjast verður á austanverðu landinu í dag.
Hlýjast verður á austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Léttir til Suðaustanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti verður tíu til tuttugu stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðing á vef Veðurstofunnar.

Á morgun verði hlýjast norðaustanlands, og örlítið hvassara en í dag.

Á föstudag er spáð að lægðarsvæði verði yfir landinu, og því fylgi breytileg átt og rigning á köflum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðaustan og sunnan 5-13 m/s, en heldur hvassara við suðvesturströndina fram að hádegi. Rigning eða súld, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag:

Breytileg og síðar norðvestlæg átt 3-8. Rigning með köflum, einkum norðanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á laugardag:

Norðan- og norðvestanátt, með rigningu eða súld norðantil og 7 til 12 stiga hita. Dálitlar skúrir sunnan heiða og hiti 12 til 17 stig.

Á sunnudag:

Norðanátt og víða bjart suðvestan- og vestanlands, en skýjað og smávæta á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Suðaustanátt og víða rigning, hiti 10 til 16 stig.

Á þriðjudag:

Austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×