Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2025 16:30 Fjöldi fólks hefur minnst bræðranna fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur. Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira