Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 10:30 Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson í þættinum í gærkvöldi. Sýn Sport Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira