Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Trump og Musk hafa eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira