Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 14:24 Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð.
Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09