Sagði Diddy hafa nauðgað sér Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 11:01 Sean Combs eða Diddy, í dómsal í New York. AP/Elizabeth Williams Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. Konan bar vitni í réttarhöldunum gegn Diddy í gær undir dulnefninu „Mia“ þar sem hún bar fram ásakanirnar í garð Diddy. Þá sagðist hún aldrei hafa getað sagt „nei“ við Diddy og að hún hafi verið lafandi hrædd þegar hann nauðgaði henni. Mia sagði Diddy hafa beitt sig ofbeldi í gegnum árin og að árásirnar hefðu verið mjög svo tilviljunarkenndar. Þá lýsti hún Diddy sem miklum harðstjóra sem setti eigin þarfir og vilja í forgang. Hún sagði hann ítrekað hafa skammað sig fyrir mistök sem aðrir gerðu og að hann hefði haldið henni svo upptekinni að hún svaf stundum ekki í marga daga. „Þetta var óreiðukennt. Þetta var eitrað,“ sagði Mia, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún starfaði fyrir Diddy frá 2009 til 2017 og vann um tíma sem yfirmaður í kvikmyndaveri hans. Mia sagði í dómsal í gær að þó lægðirnar hefðu verið djúpar í vinnunni fyrir Diddy, hafi hæðirnar einnig verið háar. Vinnan hafi getað verið mjög spennandi. Diddy, sem er 55 ára gamall, var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Hann segist alfarið saklaus af þessum ásökunum. Bannað að læsa dyrum Mia lýsti Diddy sem mjög skapstórum manni sem gat skipt skapa með litlum sem engum fyrirvara. Lýsingar hennar eru í samræmi við lýsingar söngkonunnar Cassie, fyrrverandi kærustu Diddy, sem talaði einnig um að hann hefði beitt hana ofbeldi, bæði kynferðislegu og líkamlegu. Mia sagðist einnig oft hafa séð Diddy ganga í skrokk á Cassie. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi á endanum drepa þau öll. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Þá sagði Mia frá því að hún og aðrir starfsmenn Diddy hafi fengið að gista í gestahúsi hans. Henni hafi hins vegar ekki verið heimilt að fara án hans leyfis og hún mátti ekki heldur læsa hurðum í gestahúsinu. Það var svo árið 2010 sem Mia segir Diddy hafa komið inn í svefnherbergi hennar, skriðið upp í rúm til hennar og nauðgað henni. BBC hefur eftir Miu að hún hafi frosið. Þetta hafi ekki tekið langan tíma en henni hafi fundist nauðgunin standa yfir að eilífu. Hún sagði Diddy hafa brotið nokkrum sinnum á sér í gegnum árin. Þegar hún var spurð af hverju hún stóð ekki í hárinu á honum sagði Mia að hann hefði haft gífurlegt vald yfir henni. Hann hefði stjórnað henni og meðal annars geta svipta hana öllu sem hún hefði unnið að. Mia mun áfram bera vitni í dag og munu lögmenn Diddy þá fá að spyrja hana spurninga. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Konan bar vitni í réttarhöldunum gegn Diddy í gær undir dulnefninu „Mia“ þar sem hún bar fram ásakanirnar í garð Diddy. Þá sagðist hún aldrei hafa getað sagt „nei“ við Diddy og að hún hafi verið lafandi hrædd þegar hann nauðgaði henni. Mia sagði Diddy hafa beitt sig ofbeldi í gegnum árin og að árásirnar hefðu verið mjög svo tilviljunarkenndar. Þá lýsti hún Diddy sem miklum harðstjóra sem setti eigin þarfir og vilja í forgang. Hún sagði hann ítrekað hafa skammað sig fyrir mistök sem aðrir gerðu og að hann hefði haldið henni svo upptekinni að hún svaf stundum ekki í marga daga. „Þetta var óreiðukennt. Þetta var eitrað,“ sagði Mia, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún starfaði fyrir Diddy frá 2009 til 2017 og vann um tíma sem yfirmaður í kvikmyndaveri hans. Mia sagði í dómsal í gær að þó lægðirnar hefðu verið djúpar í vinnunni fyrir Diddy, hafi hæðirnar einnig verið háar. Vinnan hafi getað verið mjög spennandi. Diddy, sem er 55 ára gamall, var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Hann segist alfarið saklaus af þessum ásökunum. Bannað að læsa dyrum Mia lýsti Diddy sem mjög skapstórum manni sem gat skipt skapa með litlum sem engum fyrirvara. Lýsingar hennar eru í samræmi við lýsingar söngkonunnar Cassie, fyrrverandi kærustu Diddy, sem talaði einnig um að hann hefði beitt hana ofbeldi, bæði kynferðislegu og líkamlegu. Mia sagðist einnig oft hafa séð Diddy ganga í skrokk á Cassie. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi á endanum drepa þau öll. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Þá sagði Mia frá því að hún og aðrir starfsmenn Diddy hafi fengið að gista í gestahúsi hans. Henni hafi hins vegar ekki verið heimilt að fara án hans leyfis og hún mátti ekki heldur læsa hurðum í gestahúsinu. Það var svo árið 2010 sem Mia segir Diddy hafa komið inn í svefnherbergi hennar, skriðið upp í rúm til hennar og nauðgað henni. BBC hefur eftir Miu að hún hafi frosið. Þetta hafi ekki tekið langan tíma en henni hafi fundist nauðgunin standa yfir að eilífu. Hún sagði Diddy hafa brotið nokkrum sinnum á sér í gegnum árin. Þegar hún var spurð af hverju hún stóð ekki í hárinu á honum sagði Mia að hann hefði haft gífurlegt vald yfir henni. Hann hefði stjórnað henni og meðal annars geta svipta hana öllu sem hún hefði unnið að. Mia mun áfram bera vitni í dag og munu lögmenn Diddy þá fá að spyrja hana spurninga.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5. maí 2025 15:21