Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2025 11:32 Guðmundur Kristjánsson í leik við Víking, en Stjarnan tapaði fyrir Víkingum í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Garðbæingar ætla sér ekki að endurtaka það á sama stigi keppninnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“ Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“
Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira