Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2025 11:32 Guðmundur Kristjánsson í leik við Víking, en Stjarnan tapaði fyrir Víkingum í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Garðbæingar ætla sér ekki að endurtaka það á sama stigi keppninnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“ Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“
Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira