Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2025 11:32 Guðmundur Kristjánsson í leik við Víking, en Stjarnan tapaði fyrir Víkingum í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Garðbæingar ætla sér ekki að endurtaka það á sama stigi keppninnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“ Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“
Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira