Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2025 11:32 Guðmundur Kristjánsson í leik við Víking, en Stjarnan tapaði fyrir Víkingum í undanúrslitum bikarsins í fyrra. Garðbæingar ætla sér ekki að endurtaka það á sama stigi keppninnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“ Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld en Stjörnumenn koma inn í leikinn eftir þungt 4-1 tap fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á föstudagskvöldið var. „Eftir tapleiki vill maður helst fá leiki sem fyrst og koma því í burtu einhvern veginn. Það var fullt af hlutum sem voru góðir en líka aðrir sem voru aðeins lélegri. Það er fínt í undirbúningnum fyrir þennan leik að sjá hvað við þurfum að bæta. Það hefur gengið vel að sturta honum út og undirbúa þennan leik,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild Sýnar. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu en eini tapleikur liðsins í síðustu fimm leikjum var 3-2 tap fyrir Stjörnumönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Guðmundur býst við svipuðum leik. „Þeir reyna væntanlega að stoppa upp í þau göt sem voru hjá þeim seinast og laga það sem misfórst. Auðvitað á hver leikur sitt líf og þetta verður örugglega af einhverju leyti öðruvísi en liðin eru svipuð þannig að leikurinn í sjálfu sér gæti orðið frekar svipaður,“ segir Guðmundur. Hvað ræður úrslitum í kvöld? „Það er einhvern veginn í svona leikjum sem þetta veltur á litlu augnablikunum sem enda þá á að vera stór augnablik. Oft finnst mér úrslitin í svona leikjum ráðast á föstum leikatriðum, einbeitingunni í litlum mómentum þar. Það kæmi mér ekki á óvart ef fast leikatriði réði úrslitum,“ segir Guðmundur sem segir spennustig leikmanna einnig skipta máli. Stjörnumenn hafi þá ekki gleymt tilfinningunni þegar þeir töpuðu fyrir Víkingum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á síðasta ári. „Spennustigið er mikilvægt. Við auðvitað töpuðum í undanúrslitum í fyrra og það var svolítið súrt. Menn muna þá tilfinningu vel. Það er alltaf gott að fá örlítið stress og spennu en þú mátt ekki láta það yfirtaka í yfirspennu. Það er kúnst að stilla það en við sem höfum reynsluna reynum að stjórna því og stilla orkustigið eins og við viljum hafa það.“
Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Stjarnan Valur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira