Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. þar segir jafnframt að hiti verði á bilinu sjö til 16 stig, svalast á Austfjörðum.
Á morgun verði vindáttin suðlæg og vindur yfirleitt hægur. Áfram skúraleiðingar en úrkomulítiið austanlands. Annað kvöld verði vindur svo austlægari og bæti þá aftur í úrkomu. Hiti svipaður áfram.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Sunnan og suðaustan 3-8 m/s og víða skúrir. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag:
Norðan 5-13, hvassast á Vestfjörðum, en hægari á sunnanverðu landinu. Víða súld eða rigning af og til, en úrkomulítið syðra. Hiti 7 til 16 stig, mildast syðst.
Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað og dálítil væta, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 7 til 14 stig, mildast suðaustanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega og sums staðar dálitilar skúrir. Hiti breytist lítið.