Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2025 22:26 Austari-Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Neðar sameinast áin Vestari-Jökulsá og saman verða þær að Héraðsvötnum. KMU Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent