Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2013 19:18 Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera." Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera."
Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00
Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38