Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2013 19:18 Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera." Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera."
Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00
Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent