Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2013 19:18 Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera." Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ómar Ragnarsson vill að málamiðlun nái í hina áttina; að fossinn Dynkur fái aftur vatnið sem þegar er búið að taka af honum. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Stöð 2 í gær, eftir skoðunarferð um Norðlingaöldu, sannfærð um að ná mætti sátt um málið. Viðbrögðin í dag benda til annars og Ómar Ragnarsson kallar svæðið heilög vé. „Ef það verður sátt um þetta þá bara heldur það áfram og tekur Dettifoss næst með helmingsvirkjun og hann verður látinn renna á helmingsafli einhvern hluta úr sumrinu, og svo framvegis," segir Ómar og líkir þessu við dæmisöguna um sáttina sem uglan náði um ostbitann. „Þar sem hún byrjar með stóran ostbita, skipti alltaf vitlaust, það var aldrei sátt, þangað til ostbitinn var búinn og hún var búin að éta hann allan sjálf." Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leggst einnig gegn hugmyndunum og segir allt eins hægt að virkja Gullfoss. Oddvitinn segir andstöðu hreppsins byggja á þeim áhrifum sem veitan hefði á náttúrufar svæðisins og á fossaröðina í efri Þjórsá. Þetta séu stórmerkilegir fossar sem skerðist með Norðlingaölduveitu. „Svo er þetta líka samkomulag þjóðarinnar um að Norðlingaölduveita verði ekki virkjuð," segir Björgvin. En hversvegna vill Landsvirkjun halda í þennan orkukost, sem fyrri ríkisstjórn var búinn að hafna og setja í verndarflokk? Hörður Arnason forstjóri segir þetta mjög hagkvæman orkukost þar sem ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir heldur nýtist vatnið í fjórum virkjunum í Tungnaá. „Og svo teljum við að það sé hægt að finna útfærslu sem hafi mjög lítil umhverfisáhrif," segir Hörður. Forstjóri Landsvirkjunar segir engan ágreining um að Þjórsárver beri að vernda að fullu en fyrirtækið sé að leita leiða til að tryggja að veitan hafi engin áhrif á Eyvafen og að minnka áhrifin á fossana. „Áhrifin verða að sjálfsögðu einhver á fossaröðina. En aðgengi að þessum fossum er mjög takmarkað á sumrin og við teljum að það sé mögulegt að finna lausn þannig að á þeim tíma, sem ferðamenn komast að fossunum, þá sé umtalsvert vatn á fossunum. En það er óhjákvæmilegt að sjálfsögðu að veitan hafi áhrif á fossana." Ómar er sennilega sá fréttamaður sem fyrstur sýndi landsmönnum fossana í efri Þjórsá en þar eru Dynkur og Gljúfurleitarfoss hæstir. Rennsli þeirra minnkaði um 40 prósent með gerð Kvíslaveitu fyrir 30 árum. „Dynkur er flottasti stórfoss landsins, ef hann er á fullu afli," segir Ómar og spyr hvort málamiðlun megi ekki ná í hina áttina; ekki að virkja ána meira heldur minna. „Að taka að minnsta kosti part af Kvíslaveitu, eða jafnvel alla, og láta Dynk njóta sín allt árið, eins og hann á að gera."
Tengdar fréttir Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00 Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Segir ráðherrann spilla friði Fyrrverandi umhverfisráðherra segir iðnaðarráðherra teygja sig út fyrir valdsvið sitt og efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að setja Norðlingaölduveitu í virkjanaflokk. Landvernd býður ráðherranum í fossaferð. 14. ágúst 2013 08:00
Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa "Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli Iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. 14. ágúst 2013 14:44
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38