Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 15:24 Íranir hópast saman á götum höfuðborgarinnar og mótmæla árásum Bandaríkjahers. Einn mótmælandi heldur uppi mynd af Ayatollah Ali Khamenei æðsta leiðtoga Íran. AP Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“. Íran Ísrael Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“.
Íran Ísrael Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna