Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júní 2025 20:24 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að tryggja verði að óvinir Vesturlanda hagnist ekki á afleiðingum átakanna. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi stigmögnun átaka Vesturlanda og Írans undanfarna daga, sem fór í nýjar hæðir í nótt þegar Bandaríkin gerðu loftárásir á kjarnorkuinnviði í landinu, í kvöldfréttum Sýnar. „Ég vona að [Íranar] fari varlega og við fáum þessar þjóðir að samningaborðinu. Þar leika Bandaríkin lykilhlutverk og ég er enn bjartsýn á það, þrátt fyrir atburði næturinnar, að það verði hægt. En það verður að skapa þrýsting, stór sem lítil lönd verða að skapa þennan þrýsting með því að vera mjög skýr: Það verður að virða alþjóðalög og það þarf að fara að samningaborðinu,“ segir hún. Tími viðræðna liðinn Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir hafi eyðilagt kjarnorkuáætlun Írans, með umfangsmiklum árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar í landinu í nótt. Aðgerðin, sem fengið hefur viðurnefndið Miðnæturhamar, var stærsta verkefni B-2 sprengjuflugvélasveitanna frá árinu 2001. Á blaðamannafundi varaði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Írani við því að svara fyrir sig, og sagði Bandaríkin þá myndu bregðast við með enn öflugri árásum. Á fundinum kom fram að fleiri flugvélar hafi flogið yfir Íran heldur en hafi verið notaðar. Alls hafi fjórtán sprengjum verið sleppt á tvær kjarnorkurannsóknarmiðstöðvar Írans auk þess sem kafbátur hersins sendi eldflaugar á þá þriðju. Bandaríkin vildu þó ekki í stríð við Íran. Sjá einnig: Vísir hefur fylgst með öllum vendingum dagsins í vaktinni sem sjá má með því að smella hér. „Eins og Trump forseti hefur sagt sækjast Bandaríkin ekki eftir stríði en ég vil tala alveg skýrt: Við munum bregðast við fljótt og af ákveðni þegar fólkinu okkar, bandamönnum eða hagsmunum er ógnað. Íranar ættu að hlusta á Bandaríkjaforseta og vita að honum er alvara,“ sagði Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar sagt skaðann minni en Bandaríkin haldi fram, þar að auki geti Bandaríkin ekki svipt Írani vitneskju sinni og hugviti á sviði kjarnorkumála, en árásirnar voru gerðar með það yfirlýsta markmið að koma í veg fyrir að Íranir kæmur sér upp kjarnavopnum. Engu að síður hafi Bandaríkjamenn gengið allt of langt. „Það eru engin rauð strik sem þeir hafa ekki farið yfir. Og það síðasta, og hættulegasta, átti sér stað í nótt þegar þeir fóru yfir mjög stórt rautt strik með því að ráðast á kjarnorkuinnviði. Ég veit ekki hversu mikið pláss er eftir fyrir viðræður. Við erum nú að reikna út tjónið,“ lét Abbas Araghchi utanríkisráðherra Írans hafa eftir sér í dag. Diplómatík eina leiðin til sátta Þorgerður Katrín undirstrikar mikilvægi viðræðna. Sáttir náist ekki með vopnaskaki. „Við óttumst eins og aðrar þjóðir að þetta leiði til stigmögnunar átaka en undirstrikum um leið að lausnin á þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvar sem þau eru, er ekki í gegnum hernaðarvald, ekki í gegnum vopnavald heldur í gegnum samningaviðræður. Það er lykilatriði núna að þessar diplómatísku leiði fari að fúnkera. Um leið, út af árásum Ísraela á Íran, verðum við líka að hafa hugfast að Íranar hafa verið að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og það eitt út af fyrir sig er ógn við Miðausturlönd og ógn við heiminn,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að úr stöðunni spilist ekki þannig að óvinir Vesturlanda hagnist á henni. Þar nefndi hún til dæmis hækkun olíuverðs sem kæmi sér vel fyrir stríðsrekstur Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu en íranska þingið greiddi í dag atkvæði með því að loka Hormússundinu en um það er fimmti hluti allrar olíu heimsins fluttur. Mikilvægt að gleyma ekki Úkraínu Utanríkisráðherra tekur undir með finnskum kollega sínum að kjarnorkuvopnvædd klerkastjórn sé ógn við Vesturlönd öll. „Ég tel þetta ekki leysast nema með því að Bandaríkin komi öflugt að þessu. Ekki með því að fara í þessar árásir heldur að þau setjist núna að samningaborðinu. Bandaríkjaforseti hefur sagt að ástæðan fyrir þessum árásum var ekki að koma klerkastjórninni frá, þó ég vildi gjarnan sjá hana frá, heldur miklu frekar að ráðast að þeim stöðum sem að við vitum að Íranir eru að auðga úran,“ segir hún. Eru þessi viðbrögð Bandaríkjastjórnar skiljanleg? „Við erum að horfa upp á þessa ógn og það hefur ekki gengið nægilega vel að fá Írana til að segja afdráttarlaust að þeir ætli ekki að halda áfram að auðga úran til að ná í kjarnavopn. Það er algjört lykilatriði fyrir okkur á Vesturlöndum að halda þeim þrýstingi upp.“ „Það er leiðtogafundur NATÓ í næstu viku í Hag. Það sem má ekki gerast er að fókusinn fari alveg yfir á þetta. Það er líka stríð í Úkraínu. Það er líka neyðarástand á Gasa. Við megum ekki fita púkann á fjósbitanum sem Pútín er með því að hækka olíuverð og gleyma Úkraínu. Við verðum að standa áfram með Úkraínu. Þar er undir friður friður, öryggi og frelsi Evrópu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Íran Bandaríkin Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn. 22. júní 2025 14:24 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi stigmögnun átaka Vesturlanda og Írans undanfarna daga, sem fór í nýjar hæðir í nótt þegar Bandaríkin gerðu loftárásir á kjarnorkuinnviði í landinu, í kvöldfréttum Sýnar. „Ég vona að [Íranar] fari varlega og við fáum þessar þjóðir að samningaborðinu. Þar leika Bandaríkin lykilhlutverk og ég er enn bjartsýn á það, þrátt fyrir atburði næturinnar, að það verði hægt. En það verður að skapa þrýsting, stór sem lítil lönd verða að skapa þennan þrýsting með því að vera mjög skýr: Það verður að virða alþjóðalög og það þarf að fara að samningaborðinu,“ segir hún. Tími viðræðna liðinn Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir hafi eyðilagt kjarnorkuáætlun Írans, með umfangsmiklum árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar í landinu í nótt. Aðgerðin, sem fengið hefur viðurnefndið Miðnæturhamar, var stærsta verkefni B-2 sprengjuflugvélasveitanna frá árinu 2001. Á blaðamannafundi varaði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Írani við því að svara fyrir sig, og sagði Bandaríkin þá myndu bregðast við með enn öflugri árásum. Á fundinum kom fram að fleiri flugvélar hafi flogið yfir Íran heldur en hafi verið notaðar. Alls hafi fjórtán sprengjum verið sleppt á tvær kjarnorkurannsóknarmiðstöðvar Írans auk þess sem kafbátur hersins sendi eldflaugar á þá þriðju. Bandaríkin vildu þó ekki í stríð við Íran. Sjá einnig: Vísir hefur fylgst með öllum vendingum dagsins í vaktinni sem sjá má með því að smella hér. „Eins og Trump forseti hefur sagt sækjast Bandaríkin ekki eftir stríði en ég vil tala alveg skýrt: Við munum bregðast við fljótt og af ákveðni þegar fólkinu okkar, bandamönnum eða hagsmunum er ógnað. Íranar ættu að hlusta á Bandaríkjaforseta og vita að honum er alvara,“ sagði Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar sagt skaðann minni en Bandaríkin haldi fram, þar að auki geti Bandaríkin ekki svipt Írani vitneskju sinni og hugviti á sviði kjarnorkumála, en árásirnar voru gerðar með það yfirlýsta markmið að koma í veg fyrir að Íranir kæmur sér upp kjarnavopnum. Engu að síður hafi Bandaríkjamenn gengið allt of langt. „Það eru engin rauð strik sem þeir hafa ekki farið yfir. Og það síðasta, og hættulegasta, átti sér stað í nótt þegar þeir fóru yfir mjög stórt rautt strik með því að ráðast á kjarnorkuinnviði. Ég veit ekki hversu mikið pláss er eftir fyrir viðræður. Við erum nú að reikna út tjónið,“ lét Abbas Araghchi utanríkisráðherra Írans hafa eftir sér í dag. Diplómatík eina leiðin til sátta Þorgerður Katrín undirstrikar mikilvægi viðræðna. Sáttir náist ekki með vopnaskaki. „Við óttumst eins og aðrar þjóðir að þetta leiði til stigmögnunar átaka en undirstrikum um leið að lausnin á þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvar sem þau eru, er ekki í gegnum hernaðarvald, ekki í gegnum vopnavald heldur í gegnum samningaviðræður. Það er lykilatriði núna að þessar diplómatísku leiði fari að fúnkera. Um leið, út af árásum Ísraela á Íran, verðum við líka að hafa hugfast að Íranar hafa verið að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og það eitt út af fyrir sig er ógn við Miðausturlönd og ógn við heiminn,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að úr stöðunni spilist ekki þannig að óvinir Vesturlanda hagnist á henni. Þar nefndi hún til dæmis hækkun olíuverðs sem kæmi sér vel fyrir stríðsrekstur Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu en íranska þingið greiddi í dag atkvæði með því að loka Hormússundinu en um það er fimmti hluti allrar olíu heimsins fluttur. Mikilvægt að gleyma ekki Úkraínu Utanríkisráðherra tekur undir með finnskum kollega sínum að kjarnorkuvopnvædd klerkastjórn sé ógn við Vesturlönd öll. „Ég tel þetta ekki leysast nema með því að Bandaríkin komi öflugt að þessu. Ekki með því að fara í þessar árásir heldur að þau setjist núna að samningaborðinu. Bandaríkjaforseti hefur sagt að ástæðan fyrir þessum árásum var ekki að koma klerkastjórninni frá, þó ég vildi gjarnan sjá hana frá, heldur miklu frekar að ráðast að þeim stöðum sem að við vitum að Íranir eru að auðga úran,“ segir hún. Eru þessi viðbrögð Bandaríkjastjórnar skiljanleg? „Við erum að horfa upp á þessa ógn og það hefur ekki gengið nægilega vel að fá Írana til að segja afdráttarlaust að þeir ætli ekki að halda áfram að auðga úran til að ná í kjarnavopn. Það er algjört lykilatriði fyrir okkur á Vesturlöndum að halda þeim þrýstingi upp.“ „Það er leiðtogafundur NATÓ í næstu viku í Hag. Það sem má ekki gerast er að fókusinn fari alveg yfir á þetta. Það er líka stríð í Úkraínu. Það er líka neyðarástand á Gasa. Við megum ekki fita púkann á fjósbitanum sem Pútín er með því að hækka olíuverð og gleyma Úkraínu. Við verðum að standa áfram með Úkraínu. Þar er undir friður friður, öryggi og frelsi Evrópu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Íran Bandaríkin Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn. 22. júní 2025 14:24 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn. 22. júní 2025 14:24
„Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27