Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:44 Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag með utanríkisráðherrum Bretland, Frakklands og Þýskalands í þeim tilgangi að reyna að komast að diplómatískri lausn um kjarnorkuáætlun Íran. Vísir/EPA Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. Utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna funduðu í gær í Hvíta húsinu um stöðuna í Miðausturlöndum. David Lammy, utanríkisráðherra Bretland, sagði eftir fundinn að staðan væri orðin háskaleg og að það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnorkuvopn. Það væri möguleiki næstu tvær vikurnar til að komast að diplómatískri lausn í málinu. Fundur ráðherranna verður haldinn í Genf þar sem heimsleiðtogar komust að samkomulagi árið 2013 um að aflétta refsiaðgerðum gegn Írönum áður en þeir komust svo að sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana árið 2015. Samningaviðræður sem höfðu verið í gangi um framhald þessa samkomulags féllu saman þegar Ísrael réðst að Íran þann 12. júní á þessu ári. Í frétt Guardian er haft eftir írönskum embættismanni að þau hafi alltaf stutt diplómatískar lausnir en að það verði að stöðva árásir Ísraela svo það geti orðið að raunveruleika. Í frétt Guardian segir að tilkynning Trump um vikurnar tvær hafi komið í kjölfar þess að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi lýst því að tilgangur stríðsins væri að skipta um stjórnvöld í Íran. Benjamín Netanahjú sagði síðar að það væri ekki formlegt markmið. Sérstök sprengja Átökin á milli Ísrael og Íran hafa nú staðið í meira en viku. Ísraelar eiga ekki nógu sterka sprengju til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni Fordo sem er í Íran. Til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni, sem er grafin djúpt í fjall í Íran og er talin sú næst stærsta í landinu, þurfa Bandaríkjamenn líklega að varpa sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordo er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Í frétt Guardian segir enn fremur að árásir Ísraela og Írana hafi haldið áfram í nótt. Íran Ísrael Bretland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Sjá meira
Utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna funduðu í gær í Hvíta húsinu um stöðuna í Miðausturlöndum. David Lammy, utanríkisráðherra Bretland, sagði eftir fundinn að staðan væri orðin háskaleg og að það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnorkuvopn. Það væri möguleiki næstu tvær vikurnar til að komast að diplómatískri lausn í málinu. Fundur ráðherranna verður haldinn í Genf þar sem heimsleiðtogar komust að samkomulagi árið 2013 um að aflétta refsiaðgerðum gegn Írönum áður en þeir komust svo að sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana árið 2015. Samningaviðræður sem höfðu verið í gangi um framhald þessa samkomulags féllu saman þegar Ísrael réðst að Íran þann 12. júní á þessu ári. Í frétt Guardian er haft eftir írönskum embættismanni að þau hafi alltaf stutt diplómatískar lausnir en að það verði að stöðva árásir Ísraela svo það geti orðið að raunveruleika. Í frétt Guardian segir að tilkynning Trump um vikurnar tvær hafi komið í kjölfar þess að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi lýst því að tilgangur stríðsins væri að skipta um stjórnvöld í Íran. Benjamín Netanahjú sagði síðar að það væri ekki formlegt markmið. Sérstök sprengja Átökin á milli Ísrael og Íran hafa nú staðið í meira en viku. Ísraelar eiga ekki nógu sterka sprengju til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni Fordo sem er í Íran. Til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni, sem er grafin djúpt í fjall í Íran og er talin sú næst stærsta í landinu, þurfa Bandaríkjamenn líklega að varpa sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordo er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Í frétt Guardian segir enn fremur að árásir Ísraela og Írana hafi haldið áfram í nótt.
Íran Ísrael Bretland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Sjá meira
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01
Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01