„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 15:21 Donald Trump Bandaríkjaforstei um borð í Air Force 1 í gær. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. „Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
„Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira