Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 17:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur gamminn geisa á ný á Truth Social. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira