Trump fundar með þjóðaröryggisráði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2025 19:52 Hermaður vaktar fundarherbergið. AP Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira