Trump fundar með þjóðaröryggisráði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2025 19:52 Hermaður vaktar fundarherbergið. AP Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira