Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 14:47 Fylkismenn spiluðu í Bestu deildinni í fyrrasumar en er núna á leiðinni í fallbaráttu í Lengjudeildinni. Vísir/Diego Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016 Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira