„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:32 Sandra Sigurðardóttir tók hanskana af hillunni í neyðartilfelli FH. vísir / sigurjón Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn