Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 16:50 Þjóðvarðliðar og lögreglujónar standa vörð um fangageymslu í Los Angeles, þar sem fjölmargir hafa verið handteknir á undanförnum dögum fyrir að vera í Bandaríkjunum ólöglega. AP/Damian Dovarganes Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna. Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51
Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00