Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 16:50 Þjóðvarðliðar og lögreglujónar standa vörð um fangageymslu í Los Angeles, þar sem fjölmargir hafa verið handteknir á undanförnum dögum fyrir að vera í Bandaríkjunum ólöglega. AP/Damian Dovarganes Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna. Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Á meðal ríkjanna eru bandalagsríki Bandaríkjanna. Einnig stendur til að senda fólk frá öðrum ríkjum til herstöðvarinnar umdeildu, sem er hvað frægust fyrir að hýsa meinta hryðjuverkamenn og vígamenn sem handsamaðir voru í stríðum Bandaríkjanna í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og Pentagon árið 2001. Herstöðin varð á sínum tíma tákn pyntingar og misþyrmingar Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum. Allt að níu þúsund Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir gögn sem snúa að þessum undirbúningi og felur hann meðal annars í sér læknisskoðun fyrir níu þúsund manns, til að skoða hvort þeir hafi heilsu til að vera fluttir til herstöðvarinnar. Alfarið er óljóst hvort herstöðin hafi burði til að hýsa níu þúsund manns. Þegar mest var nokkur hundruð manns haldið þar, en samkvæmt áðurnefndum gögnum verður reynt að hýsa fólk þar ekki til langs tíma. Trump tilkynnti þó í janúar að hann ætlaði að gera umfangsmiklar breytingar á herstöðinni og reisa þar fangabúðir fyrir allt að þrjátíu þúsund manns. Ekki er vitað hve langt sú vinna er komin. Sjá einnig: Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Nokkur hundruð manns voru í kjölfarið flutt til Kúbu en þau voru flutt aftur til Bandaríkjanna í mars. Þá var talið mögulegt að mennirnir hefðu verið fluttir til baka vegna þess að aðstæðurnar í Guantánamo væru ekki nægilega góðar. Búist er við því að verði borgara vinaríkja Bandaríkjanna fluttir í fangabúðir þessar muni það auka áhyggjur ráðamanna í Evrópu af aðstæðum í Bandaríkjunum og það hvernig komið er fram við borgara þar. Heimildarmenn WP segja að ráðamenn í Evrópu hafi boðist til að taka við þessum mönnum en þeir þykja ekki hafa gengið nógu hart fram í þeim efnum og hafa ráðamennirnir verið sakaðir um að draga fæturna.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Tengdar fréttir Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Khaby Lame, vinsælasta TikTok-stjarna heims, hefur sjálfviljugur yfirgefið Bandaríkin eftir að hafa verið handtekinn af ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna. 11. júní 2025 14:51
Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00