„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2025 06:40 Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag. AP Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37