Seringe Khabane Lame, sem er af senegalsk-ítölskum uppruna, var tekinn í hald á flugvelli í Las Vegas í Nevadaríki á föstudag en var í kjölfarið heimilað að yfirgefa landið án brottvísunarskipunar, að sögn talsmanns bandarísku tollgæslunnar en AP greinir frá.
Lame mætti til Bandaríkjanna hinn 30. apríl en að sögn ICE dvaldi hann í Bandaríkjunum umfram þann tíma sem dvalarleyfi hans heimilaði. Lame hefur ekki tjáð sig um málið.
Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum.
Ef menn fara sjálfviljugir úr landi, eins og Lame, komast þeir undan því að fara á skrá hjá bandarískum stjórnvöldum, sem gæti komið í veg fyrir að þeir komist aftur inn í landið seinna.
Lame, sem er 25 ára, varð heimsfrægur í kórónuveirufaraldrinum og hefur öðlast 162 milljónir fylgjenda á TikTok. Hann er því vinsælasti notandinn á forritinu.