„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 12:31 Valur er ríkjandi bikarmeistari og stefnir á að halda titlinum í bikarskápnum á Hlíðarenda. visir / anton brink Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. „Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira