„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2025 06:40 Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag. AP Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37