„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júní 2025 12:54 Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands (t.v.) er ekki sáttur með rökstuðning Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í tengslum við kílómetragjaldið. Vísir/Aðsend/Ívar Fannar Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira