Kílómetragjald

Fréttamynd

Það hefði mátt hlusta á FÍB

FÍB hefur frá upphafi lagt til að kílómetragjald taki mið af þyngd viðkomandi bíls ásamt losun koltvísýrings. Þá væri sú staða ekki uppi núna að kílómetragjald er óhagstætt fyrir litla og eyðslugranna bíla, en hagstætt fyrir eyðslufreka og þunga bíla.

Skoðun
Fréttamynd

„Miður að bensínhákum sé um­bunað“

Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar.

Innlent
Fréttamynd

Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið

Frá og með deginum í gær er öllum eigendum ökutækja óháð orkugjafa skylt að greiða kílómetragjald. Eigendur bifhjóla og fólksbíla þurfa nú að skrá kílómetragjald að lágmarki einu sinni á ári á meðan eigendur vörubíla þurfa að gera það að lágmarki á sex mánaða fresti. Síðasti dagur skráninga er 20. janúar 2026 en sé engin skráning gerð fyrir 1. apríl verður að greiða vanskráningargjald og fara með bílinn á skoðunarstöð.

Innlent
Fréttamynd

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Neytendur
Fréttamynd

Costco lækkaði í morgun og bætti svo í

Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum.

Neytendur
Fréttamynd

Afsláttardagar skýri skyndi­lega hækkun bensínverðs

Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt.

Neytendur
Fréttamynd

Stoltastur af veiði­gjaldinu og telur aðrar skatta­breytingar hafa lítil á­hrif á heimilin

Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Minni rekstrar­kostnaður fyrir eig­endur bensín­háka

Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki.

Innlent
Fréttamynd

„Áhyggju­efni ef fyrir­tækin mæta þessu með semingi“

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið.

Neytendur
Fréttamynd

Hvetja neyt­endur til að vera á varð­bergi eftir ára­mót

Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi.

Neytendur
Fréttamynd

Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári

Bílaleiga Akureyrar, Höldur, hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að frá og með áramótum muni fyrirtækið innheimta aukalegar 1550 krónur af viðskiptavinum sem eru með bíla í langtímaleigu hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um kíló­metra­gjald sam­þykkt og þing­menn komnir í jóla­frí

Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Deildar meiningar um tölvu­póst sem ó­vart var sendur á alla í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið.

Innlent
Fréttamynd

Stór mál standa enn út af

Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent
Fréttamynd

Öku­menn mótor­hjóla greiða meira en lands­byggðin minna

Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra.

Innlent
Fréttamynd

Gera fjöl­margar breytingar á kíló­metra­gjaldinu

Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað.

Neytendur
Fréttamynd

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2