Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 12:18 Arna Lára Jónsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað. Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað.
Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira