Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 12:18 Arna Lára Jónsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað. Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað.
Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“